Erlent

Ferðamaður læstur inni í bókabúð í nokkra klukkutíma

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
David Willis lét vita af sér á Twitter og Instagram þegar hann læstist inni Waterstones í gærkvöldi.
David Willis lét vita af sér á Twitter og Instagram þegar hann læstist inni Waterstones í gærkvöldi. Vísir/Getty
Bandaríski ferðamaðurinn David Willis kíkti inn í bókabúðina Waterstones við Trafalgar Square í London í gærkvöldi. Þegar hann ætlaði að fara áttaði hann sig hins vegar á því að hann væri læstur inni. Starfsfólkið hafði sem sagt farið heim, lokað og læst án þess að vita af viðskiptavininum inni í búðinni.

Willis stökk inn í verslunina til að komast á netið. Hann var á efri hæð búðarinnar og tók ekki eftir því þegar starfsfólkið slökkti ljósin og læsti niðri.

Willis lét vita af sér á samskiptamiðlum og biðlaði til Waterstones um að hleypa sér út. Eftir nokkra klukkutíma losnaði hann svo úr prísundinni og tísti á Twitter "I‘m free".

Loading

This is me locked inside a waterstones bookstore in London. I was upstairs for 15 minutes and came down to all the lights out and door locked. Been here over an hour now. Supposedly someone is on their way. #nofilter #london

View on Instagram




Fleiri fréttir

Sjá meira


×