Forstjóralaun, ísauglýsing, verkföll og áskoranir 18. maí 2014 13:30 Ýmislegt dreif á daga landsmanna í vikunni sem leið. Þegar farið er yfir fréttir vikunnar er ljóst að verkin sem landinn tekur sér fyrir hendur eru mörg og mismunandi. Fréttir af verkfallsbaráttum ýmis konar hafa verið áberandi og þá var kosningavefur Vísis kynntur til sögunnar enda farið að styttast í kosningar. Frétt af 28 ára gömlum Reyðfirðingi, Heimi Arnfinnssyni, sem aflar sér tekna á netinu og þá aðallega í gegnum Facebook vakti mikla athygli. Heimir segist þéna peninga með því að kaupa auglýsingar á Facebook. Hann selur síðan tilteknum markhópum vörur. „Maður getur fundið markhópa á mjög nákvæman hátt í gegnum auglýsingar á Facebook. Til dæmis getur maður auglýst hjá mæðrum slökkviliðsmanna. Og ég læt framleiða vörur, til dæmis boli með slagorðum slökkviliðsmanna, og auglýsi þá í þessum þrönga markhópi. Ég læt framleiða bolina erlendis og sendi þá um allan heim. En fyrst og fremst herja ég á Bandaríkjamarkað,“ útskýrir hann. Hann segir launin fyrir þessa vinnu slaga upp í forstjóralaun.„Ég vil bara komast aftur til hennar“ Brottvísanir tveggja útlendinga frá landinu vöktu einnig mikla athygli. Forstjóri Útlendingastofnunar, Kristín Völundardóttir, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að stofnunin hefði enga skriflega stefnu í útlendingamálum. Hassan Mahdi og Margrét Lára á brúðkaupsdaginn. „Hún Magga mín er mér allt. Ég vil bara komast aftur til hennar,“ segir Hassan Mahdi, sýrlenskur hælisleitandi í samtali við Vísi. Hann var sendur var úr landi í síðustu viku. Hassan er kvæntur íslenskri konu, Margréti Láru Jónasdóttur. Hassan er nú í Svíþjóð og bíður þess að komast aftur til landsins og fá að vera með konu sinni. Á þriðjudag staðfesti Hæstiréttur vikulangt gæsluvarðhald yfir fimm piltum sem sakaðir eru um að hafa í sameiningu nauðgað sextán ára gamalli stúlku. Atvikið var tekið upp á myndband. Stúlkan kærði nauðgunina í vikunni á undan og var myndbandið meðal þess sem hún lagði fram til lögreglu. Lögreglan fór yfir áframhaldandi gæsluvarðhald yfir piltunum en Héraðsdómur synjaði því á fimmtudaginn og því voru þeir látnir lausir.Pollar báðust afsökunar Eurovison var eins og flestum er ljóst haldin síðustu helgi. Þar flutti hljómsveitin Pollapönk lagið Enga fordóma sem hafnaði í 15. sæti. Vel var tekið á móti meðlimum hljómsveitarinnar í Hafnarfirði og þökkuðu bæjarbúar og aðrir landsmenn þeim fyrir jákvætt og skemmtilegt framlag. Síðar í vikunni barst afsökunarbeiðni frá pollunum vegna ísauglýsingar. Fréttir af því hversu siðprúðir íslensku dómararnir í dómnefndinni vegna keppninnar vöktu líka athygli. Ef íslenska þjóðin hefði fengið að ráða hefði framlag Póllands fengið 10 stig en ekki þrjú eins og raunin varð. Eins og fyrr sagði hafa fréttir úr verkföllum verið áberandi. Grunnskólakennarar fóru í dagsverkfall í gær og sjúkraliðar sömuleiðis. Foreldrar brugðu á það ráð að taka börnin með sér í vinnuna og aðstandendur íbúa á sjúkra- og hjúkrunarheimilum mættu til að aðstoða vegna verkfalls sjúkraliða. Um sjö hundruð sjúkraliðar lögðu niður störf á fimmtudag og náist samningar ekki verður boðað til verkfalls 22. maí.Hljómsveitin Pollapönk.Á kosningavef Vísis eru skrifaðar fréttir úr og af kosningabaráttunni en sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 31. maí næstkomandi. Á vefslóðinni ww.visir.is/kosningar er safnað saman öllum fréttum úr öllum miðlum sem snúa að sveitarstjórnarkosningunum. Þá er einnig fylgst með skoðunum kjósenda og annarra sem tjá sig á samfélagsmiðlum. Þá stendur Vísir fyrir Oddvitaáskorun en þar er oddvitum allra flokka sem bjóða fram á landinu boðið að senda kynningarmyndband af sjálfum sér sem síðan er birt á Vísi. Óhætt er að segja að mörg skemmtileg myndbönd hafi borist á síðustu dögum.Voteman gerði allt vitlaustSamband íslenskra sveitarfélaga hefur áhyggjur af minnkandi þátttöku ungs fólks í kosningum. Sambandið útbjó myndband til þess að vekja athygli á komandi kosningum. Myndböndin eiga að höfða sérstaklega til ungs fólks. Myndbandið sem SÍS gerði vakti tæplega jafn mikla athygli og myndband sem gert var í nágrannaríki okkar Danmörku í svipuðum tilgangi. Þar var útbúið myndband til þess að hvetja dönsk ungmenni til þess að taka þátt í kosningunum til Evrópuþingsins 25. maí næstkomandi og það birt á YouTube-vef danska þingsins. Þaðan var það fjarlægt eftir aðeins stutta stund. Myndbandið vakti heimsathygli og var mikið gagnrýnt enda er það nokkuð gróft. Það sýnir Kosningamanninn eða „Voteman“ sem neyðir fólk til þess að fara og kjósa. Það gerir hann með ofbeldi og hótunum. Í upphafi myndbandsins má sjá það sem vakið hefur hvað mesta hneykslan. Þar má sjá Kosningamanninn uppi í rúmi umkringdan nöktum konum. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Ýmislegt dreif á daga landsmanna í vikunni sem leið. Þegar farið er yfir fréttir vikunnar er ljóst að verkin sem landinn tekur sér fyrir hendur eru mörg og mismunandi. Fréttir af verkfallsbaráttum ýmis konar hafa verið áberandi og þá var kosningavefur Vísis kynntur til sögunnar enda farið að styttast í kosningar. Frétt af 28 ára gömlum Reyðfirðingi, Heimi Arnfinnssyni, sem aflar sér tekna á netinu og þá aðallega í gegnum Facebook vakti mikla athygli. Heimir segist þéna peninga með því að kaupa auglýsingar á Facebook. Hann selur síðan tilteknum markhópum vörur. „Maður getur fundið markhópa á mjög nákvæman hátt í gegnum auglýsingar á Facebook. Til dæmis getur maður auglýst hjá mæðrum slökkviliðsmanna. Og ég læt framleiða vörur, til dæmis boli með slagorðum slökkviliðsmanna, og auglýsi þá í þessum þrönga markhópi. Ég læt framleiða bolina erlendis og sendi þá um allan heim. En fyrst og fremst herja ég á Bandaríkjamarkað,“ útskýrir hann. Hann segir launin fyrir þessa vinnu slaga upp í forstjóralaun.„Ég vil bara komast aftur til hennar“ Brottvísanir tveggja útlendinga frá landinu vöktu einnig mikla athygli. Forstjóri Útlendingastofnunar, Kristín Völundardóttir, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að stofnunin hefði enga skriflega stefnu í útlendingamálum. Hassan Mahdi og Margrét Lára á brúðkaupsdaginn. „Hún Magga mín er mér allt. Ég vil bara komast aftur til hennar,“ segir Hassan Mahdi, sýrlenskur hælisleitandi í samtali við Vísi. Hann var sendur var úr landi í síðustu viku. Hassan er kvæntur íslenskri konu, Margréti Láru Jónasdóttur. Hassan er nú í Svíþjóð og bíður þess að komast aftur til landsins og fá að vera með konu sinni. Á þriðjudag staðfesti Hæstiréttur vikulangt gæsluvarðhald yfir fimm piltum sem sakaðir eru um að hafa í sameiningu nauðgað sextán ára gamalli stúlku. Atvikið var tekið upp á myndband. Stúlkan kærði nauðgunina í vikunni á undan og var myndbandið meðal þess sem hún lagði fram til lögreglu. Lögreglan fór yfir áframhaldandi gæsluvarðhald yfir piltunum en Héraðsdómur synjaði því á fimmtudaginn og því voru þeir látnir lausir.Pollar báðust afsökunar Eurovison var eins og flestum er ljóst haldin síðustu helgi. Þar flutti hljómsveitin Pollapönk lagið Enga fordóma sem hafnaði í 15. sæti. Vel var tekið á móti meðlimum hljómsveitarinnar í Hafnarfirði og þökkuðu bæjarbúar og aðrir landsmenn þeim fyrir jákvætt og skemmtilegt framlag. Síðar í vikunni barst afsökunarbeiðni frá pollunum vegna ísauglýsingar. Fréttir af því hversu siðprúðir íslensku dómararnir í dómnefndinni vegna keppninnar vöktu líka athygli. Ef íslenska þjóðin hefði fengið að ráða hefði framlag Póllands fengið 10 stig en ekki þrjú eins og raunin varð. Eins og fyrr sagði hafa fréttir úr verkföllum verið áberandi. Grunnskólakennarar fóru í dagsverkfall í gær og sjúkraliðar sömuleiðis. Foreldrar brugðu á það ráð að taka börnin með sér í vinnuna og aðstandendur íbúa á sjúkra- og hjúkrunarheimilum mættu til að aðstoða vegna verkfalls sjúkraliða. Um sjö hundruð sjúkraliðar lögðu niður störf á fimmtudag og náist samningar ekki verður boðað til verkfalls 22. maí.Hljómsveitin Pollapönk.Á kosningavef Vísis eru skrifaðar fréttir úr og af kosningabaráttunni en sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 31. maí næstkomandi. Á vefslóðinni ww.visir.is/kosningar er safnað saman öllum fréttum úr öllum miðlum sem snúa að sveitarstjórnarkosningunum. Þá er einnig fylgst með skoðunum kjósenda og annarra sem tjá sig á samfélagsmiðlum. Þá stendur Vísir fyrir Oddvitaáskorun en þar er oddvitum allra flokka sem bjóða fram á landinu boðið að senda kynningarmyndband af sjálfum sér sem síðan er birt á Vísi. Óhætt er að segja að mörg skemmtileg myndbönd hafi borist á síðustu dögum.Voteman gerði allt vitlaustSamband íslenskra sveitarfélaga hefur áhyggjur af minnkandi þátttöku ungs fólks í kosningum. Sambandið útbjó myndband til þess að vekja athygli á komandi kosningum. Myndböndin eiga að höfða sérstaklega til ungs fólks. Myndbandið sem SÍS gerði vakti tæplega jafn mikla athygli og myndband sem gert var í nágrannaríki okkar Danmörku í svipuðum tilgangi. Þar var útbúið myndband til þess að hvetja dönsk ungmenni til þess að taka þátt í kosningunum til Evrópuþingsins 25. maí næstkomandi og það birt á YouTube-vef danska þingsins. Þaðan var það fjarlægt eftir aðeins stutta stund. Myndbandið vakti heimsathygli og var mikið gagnrýnt enda er það nokkuð gróft. Það sýnir Kosningamanninn eða „Voteman“ sem neyðir fólk til þess að fara og kjósa. Það gerir hann með ofbeldi og hótunum. Í upphafi myndbandsins má sjá það sem vakið hefur hvað mesta hneykslan. Þar má sjá Kosningamanninn uppi í rúmi umkringdan nöktum konum.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira