Innlent

Er ekki óviðeigandi að segja fólki að þegja?

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
vísir/stefán
„Er ekki óviðeigandi að segja fólki að þegja?,“ spurði Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands, Steingrím J. Sigfússon, þingmann Vinstri grænna. Steingrímur missti stjórn á skapi sínu á Alþingi í vikunni og sagði Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, að þegja eftir frammíköll.

„Jú jú, það er almennt ekki viðeigandi að nota svoleiðis orðbragð,“ svaraði Steingrímur en bætti því við að það hendi stundum í hita leiksins að það fjúki í menn og þeir segi „kannski eitthvað meira en þeir hefðu gert ef þeir hefðu legið yfir því“.

„Þetta var uppsafnað dálítið orðið hjá mér, ef þú ert að spyrja út í síðustu uppákomu, því bæði hafði viðkomandi manneskja verið með mjög leiðinleg ummæli í garð stjórnarandstöðunnar í þinginu þennan dag og síðan var ég þarna langt kominn með næstum klukkustundarlanga ræðu. Ég giska á að þetta hafi verið svona áttunda til tíunda frammíkall og læti sem viðkomandi þingmaður hafði úti í salnum og það var farið að pirra mig.“

Steingrímur sagði að það væri þreytandi til lengdar að fá ekki frið til þess að tala á alvarlegum nótum um grafalvarleg og stór mál.

„Þannig að ég lét þetta nú bara fara, en annað eins hefur nú gerst á þinginu. Þetta hefur nú ekki verið talið til allra sverustu ummæla. Ég man úr þingsögunni býsna mörg dæmi um það að menn hafi nú beðð menn að hafa sig hæga með einhverju svona orðbragði“


Tengdar fréttir

Varla kvenfyrirlitning þegar Vigdísi er sagt að þegja

Bjarni Benediktsson var sakaður um kvenfyrirlitningu þegar hann sagði Katrínu Júlíusdóttur að róa sig, en engar slíkar raddir heyrast vegna orða Steingríms J. þegar hann sagði Vigdísi Hauksdóttur að þegja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×