Varla kvenfyrirlitning þegar Vigdísi er sagt að þegja Sveinn Arnarsson skrifar 16. maí 2014 13:55 Svo virðist sem Vigdís Hauksdóttir sé ekki inni í dæminu þegar fólk leitar eftir ummerkjum um kvenfyrirlitningu. Áslaug Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar segir mikinn tvískinnung ráða og öllu máli skipta hver á í hlut hvort viðkomandi telst sæta kvenfyrirlitningu eða ekki. Þetta kom fram í viðtali við hana á Rás 2 í morgun. Frægt er orðið þegar Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, sagði Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, að þegja og vera ekki sígjammandi fram í þingræður. Þetta sagði Steingrímur í ræðustól Alþingis í vikunni. Kallaði Steingrímur þingkonuna friðarspilli í þinginu. Vigdís Hauksdóttir, þingkona framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali í bítinu á Bylgjunni að með framferði sínu hefði Steingrímur orðið sjálfum sér til skammar. „Ég fer alveg óskaplega í taugarnar á vinstri mönnum og er bara stolt yfir því. Þeir eiga stundum erfitt með að heyra sannleikann,“ sagði Vigdís.Sigríður Ingibjörg IngadótturVÍSIR/GVABjarni sakaður um kvenfyrirlitningu Ekki er langt síðan sló í brýnu í þinginu milli Katrínar Júlíusdóttur, þingkonu og varaformanns Samfylkingarinnar, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Bjarni rétti Katrínu blað með dagskrá þingsins meðan hún stóð í ræðustól Alþingis. Katrín tók það óstinnt upp. Bjarni Benediktsson sagði þá Katrínu Júlíusdóttur ítrekað að „róa sig“. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir tók þessi ummæli fjármálaráðherra upp og sakaði hann um kvenfyrirlitningu í þinginu. „Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“Áslaug Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar taldi um mikinn tvískinnung að ræða og gagnrýndi það í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Sagði hún þá sem hefðu haft hvað hæst um kvenfyrirlitningu í tilfelli Bjarna og Katrínar sætu nú með hendur í skauti og létu ekki heyra í sér. Taldi hún þessi tvö mál nokkurn veginn nákvæmlega eins. Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur, segir að þar sem konur eru helmingur mannkyns ættu þær að sjálfsögðu að vera helmingur stjórnenda.Mynd/StefánGagnlegt að snúa kynjahlutverkum á haus Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur ekki um augljósan mun að ræða á milli þessara tveggja atburða. Hér sé um að ræða karla sem beini orðum sínum til kvenna. Hins vegar segir Gyða Margrét gott stundum að skoða samhengið í báðum málum og oft gagnlegt að snúa kynjunum við. „En mikilvægt er um leið að vera meðvitaður um að það getur haft ólíka merkingu hvort kynið segir hlutina. Samfélagið er þannig uppbyggt að það hefur ólíka merkingu hvort karl segir konu að þegja eða róa sig, og að kona segir karli sömu hluti.“ Gyða telur að það megi segja að þessi mál séu keimlík. „Hins vegar er alltaf gott að skoða samhengið í báðum atvikum frekar en nákvæmlega það sem sagt er á þessum tveimur tímapunktum.“ Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Áslaug Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar segir mikinn tvískinnung ráða og öllu máli skipta hver á í hlut hvort viðkomandi telst sæta kvenfyrirlitningu eða ekki. Þetta kom fram í viðtali við hana á Rás 2 í morgun. Frægt er orðið þegar Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, sagði Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, að þegja og vera ekki sígjammandi fram í þingræður. Þetta sagði Steingrímur í ræðustól Alþingis í vikunni. Kallaði Steingrímur þingkonuna friðarspilli í þinginu. Vigdís Hauksdóttir, þingkona framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali í bítinu á Bylgjunni að með framferði sínu hefði Steingrímur orðið sjálfum sér til skammar. „Ég fer alveg óskaplega í taugarnar á vinstri mönnum og er bara stolt yfir því. Þeir eiga stundum erfitt með að heyra sannleikann,“ sagði Vigdís.Sigríður Ingibjörg IngadótturVÍSIR/GVABjarni sakaður um kvenfyrirlitningu Ekki er langt síðan sló í brýnu í þinginu milli Katrínar Júlíusdóttur, þingkonu og varaformanns Samfylkingarinnar, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Bjarni rétti Katrínu blað með dagskrá þingsins meðan hún stóð í ræðustól Alþingis. Katrín tók það óstinnt upp. Bjarni Benediktsson sagði þá Katrínu Júlíusdóttur ítrekað að „róa sig“. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir tók þessi ummæli fjármálaráðherra upp og sakaði hann um kvenfyrirlitningu í þinginu. „Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“Áslaug Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar taldi um mikinn tvískinnung að ræða og gagnrýndi það í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Sagði hún þá sem hefðu haft hvað hæst um kvenfyrirlitningu í tilfelli Bjarna og Katrínar sætu nú með hendur í skauti og létu ekki heyra í sér. Taldi hún þessi tvö mál nokkurn veginn nákvæmlega eins. Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur, segir að þar sem konur eru helmingur mannkyns ættu þær að sjálfsögðu að vera helmingur stjórnenda.Mynd/StefánGagnlegt að snúa kynjahlutverkum á haus Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur ekki um augljósan mun að ræða á milli þessara tveggja atburða. Hér sé um að ræða karla sem beini orðum sínum til kvenna. Hins vegar segir Gyða Margrét gott stundum að skoða samhengið í báðum málum og oft gagnlegt að snúa kynjunum við. „En mikilvægt er um leið að vera meðvitaður um að það getur haft ólíka merkingu hvort kynið segir hlutina. Samfélagið er þannig uppbyggt að það hefur ólíka merkingu hvort karl segir konu að þegja eða róa sig, og að kona segir karli sömu hluti.“ Gyða telur að það megi segja að þessi mál séu keimlík. „Hins vegar er alltaf gott að skoða samhengið í báðum atvikum frekar en nákvæmlega það sem sagt er á þessum tveimur tímapunktum.“
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira