Er ekki óviðeigandi að segja fólki að þegja? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. maí 2014 12:05 vísir/stefán „Er ekki óviðeigandi að segja fólki að þegja?,“ spurði Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands, Steingrím J. Sigfússon, þingmann Vinstri grænna. Steingrímur missti stjórn á skapi sínu á Alþingi í vikunni og sagði Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, að þegja eftir frammíköll. „Jú jú, það er almennt ekki viðeigandi að nota svoleiðis orðbragð,“ svaraði Steingrímur en bætti því við að það hendi stundum í hita leiksins að það fjúki í menn og þeir segi „kannski eitthvað meira en þeir hefðu gert ef þeir hefðu legið yfir því“. „Þetta var uppsafnað dálítið orðið hjá mér, ef þú ert að spyrja út í síðustu uppákomu, því bæði hafði viðkomandi manneskja verið með mjög leiðinleg ummæli í garð stjórnarandstöðunnar í þinginu þennan dag og síðan var ég þarna langt kominn með næstum klukkustundarlanga ræðu. Ég giska á að þetta hafi verið svona áttunda til tíunda frammíkall og læti sem viðkomandi þingmaður hafði úti í salnum og það var farið að pirra mig.“ Steingrímur sagði að það væri þreytandi til lengdar að fá ekki frið til þess að tala á alvarlegum nótum um grafalvarleg og stór mál. „Þannig að ég lét þetta nú bara fara, en annað eins hefur nú gerst á þinginu. Þetta hefur nú ekki verið talið til allra sverustu ummæla. Ég man úr þingsögunni býsna mörg dæmi um það að menn hafi nú beðð menn að hafa sig hæga með einhverju svona orðbragði“ Tengdar fréttir Vigdísi sagt að þegja á þingi og hún kölluð „leiðinda friðarspillir“ Steingrímur J. Sigfússon brást ókvæða við frammíköllum Vigdísar Hauksdóttur á þingi seint í gærkvöldi. "Landsbankabréfið“ kallaði Vigdís. 14. maí 2014 08:00 Varla kvenfyrirlitning þegar Vigdísi er sagt að þegja Bjarni Benediktsson var sakaður um kvenfyrirlitningu þegar hann sagði Katrínu Júlíusdóttur að róa sig, en engar slíkar raddir heyrast vegna orða Steingríms J. þegar hann sagði Vigdísi Hauksdóttur að þegja. 16. maí 2014 13:55 Steingrímur varð sér til skammar, að mati Vigdísar Vigdís Hauksdóttir er stolt af því að fara í taugarnar á vinstri mönnum. 14. maí 2014 12:40 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
„Er ekki óviðeigandi að segja fólki að þegja?,“ spurði Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands, Steingrím J. Sigfússon, þingmann Vinstri grænna. Steingrímur missti stjórn á skapi sínu á Alþingi í vikunni og sagði Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, að þegja eftir frammíköll. „Jú jú, það er almennt ekki viðeigandi að nota svoleiðis orðbragð,“ svaraði Steingrímur en bætti því við að það hendi stundum í hita leiksins að það fjúki í menn og þeir segi „kannski eitthvað meira en þeir hefðu gert ef þeir hefðu legið yfir því“. „Þetta var uppsafnað dálítið orðið hjá mér, ef þú ert að spyrja út í síðustu uppákomu, því bæði hafði viðkomandi manneskja verið með mjög leiðinleg ummæli í garð stjórnarandstöðunnar í þinginu þennan dag og síðan var ég þarna langt kominn með næstum klukkustundarlanga ræðu. Ég giska á að þetta hafi verið svona áttunda til tíunda frammíkall og læti sem viðkomandi þingmaður hafði úti í salnum og það var farið að pirra mig.“ Steingrímur sagði að það væri þreytandi til lengdar að fá ekki frið til þess að tala á alvarlegum nótum um grafalvarleg og stór mál. „Þannig að ég lét þetta nú bara fara, en annað eins hefur nú gerst á þinginu. Þetta hefur nú ekki verið talið til allra sverustu ummæla. Ég man úr þingsögunni býsna mörg dæmi um það að menn hafi nú beðð menn að hafa sig hæga með einhverju svona orðbragði“
Tengdar fréttir Vigdísi sagt að þegja á þingi og hún kölluð „leiðinda friðarspillir“ Steingrímur J. Sigfússon brást ókvæða við frammíköllum Vigdísar Hauksdóttur á þingi seint í gærkvöldi. "Landsbankabréfið“ kallaði Vigdís. 14. maí 2014 08:00 Varla kvenfyrirlitning þegar Vigdísi er sagt að þegja Bjarni Benediktsson var sakaður um kvenfyrirlitningu þegar hann sagði Katrínu Júlíusdóttur að róa sig, en engar slíkar raddir heyrast vegna orða Steingríms J. þegar hann sagði Vigdísi Hauksdóttur að þegja. 16. maí 2014 13:55 Steingrímur varð sér til skammar, að mati Vigdísar Vigdís Hauksdóttir er stolt af því að fara í taugarnar á vinstri mönnum. 14. maí 2014 12:40 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Vigdísi sagt að þegja á þingi og hún kölluð „leiðinda friðarspillir“ Steingrímur J. Sigfússon brást ókvæða við frammíköllum Vigdísar Hauksdóttur á þingi seint í gærkvöldi. "Landsbankabréfið“ kallaði Vigdís. 14. maí 2014 08:00
Varla kvenfyrirlitning þegar Vigdísi er sagt að þegja Bjarni Benediktsson var sakaður um kvenfyrirlitningu þegar hann sagði Katrínu Júlíusdóttur að róa sig, en engar slíkar raddir heyrast vegna orða Steingríms J. þegar hann sagði Vigdísi Hauksdóttur að þegja. 16. maí 2014 13:55
Steingrímur varð sér til skammar, að mati Vigdísar Vigdís Hauksdóttir er stolt af því að fara í taugarnar á vinstri mönnum. 14. maí 2014 12:40