Dagný fyrirliði meistara FSU: Gat ekki beðið um betra tímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2014 22:38 Dagný Brynjarsdóttir tekur við bikarnum í leikslok. Mynd/AP Dagný Brynjarsdóttir kórónaði frábært tímabil og mögnuð fjögur ár með Florida State háskólanum í kvöld þegar hún og Berglind Björg Þorvaldsdóttir urðu saman bandarískir háskólameistarar. Dagný var fyrirliði liðsins og tók við bikarnum í leikslok. „Við vorum að spila við Virginia í þriðja skiptið á tímabilinu og þetta var líka þriðji úrslitaleikurinn á móti þeim. Við unnum alla leikina 1-0 og kláruðum þetta loksins og unnum titilinn," sagði Dagný þegar Vísir náði í hana í kvöld. Florida State liðið fékk ekki á sig mark í öllum sex leikjunum í úrslitakeppninni og er aðeins annað liðið í sögunni sem nær því. „Við erum með frábæran markmann og góða varnarlínu en lykilatriðið er að við erum að verjast vel sem liðsheild," segir Dagný er hvernig er tilfinningin að verða bandarískur háskólameistari. „Þegar ég valdi Florida State þá var alltaf markmiðið að vinna þetta. Mig hefur líka alltaf langað að vinna tvöfalt síðan ég var á fyrsta ári. Í ár unnum við þrefalt þannig að þetta var bara frábært. Ég hefði ekki getað beðið um betra tímabil," segir Dagný kát. Hún getur samt ekki hrósað fyrirkomulaginu á lokaúrslitunum um titilinn. „Það er fáránlegt hvernig þetta er spilað því það er spilað í undanúrslitum á föstudagskvöldinu. Við kláruðum leik klukkan hálf tíu á föstudagskvöldið og svo vorum við að spila aftur klukkan eitt á sunnudegi í 30 stiga hita. Það voru því allir dauðþreyttir og þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur sem þú hefur séð. Það voru fá færi hjá báðum liðum en við nýttum okkar færi og kláruðum þetta," segir Dagný.Mynd/Twitter-síða Florida StateFlorida State vann fyrst deildina á tímabilinu, þá úrslitakeppni sinnar deildar og liðið vann svo úrslitakeppnina um bandaríska titilinn í dag í fyrsta sinn í sögu skólans. „Nú erum við besta háskólalið Bandaríkjanna," segir Dagný kát. „Ég tapaði í undanúrslitaleikjunum fyrstu tvö árin og tapaði síðan úrslitaleiknum í fyrra. Það vantaði alltaf smá upp á þegar kom í úrslitakeppnina um að vera besta lið Bandaríkjanna. Alveg síðan við byrjuðum í janúar þá fann ég það á mér að við gætum þetta núna," segir Dagný. „Við erum með frábæran hóp og marga leiðtoga. Við erum líka allar mjög góðar vinkonur og samheldin hópur. Við höfðum trú á því að við gætum gert þetta saman," segir Dagný. Dagný er fyrirliði liðsins og tók við bikarnum í leikslok. „Það var frábær tilfinning. Það eru fjórar aðrar stelpur í liðinu á fjórða og síðasta ári eins og ég. Við erum sá árgangur í skólanum sem hefur unnið meira en nokkur annar. Þær eru líka miklir leiðtogar og það er frábært að hafa þær með mér í þessu," segir Dagný um ábyrgðina að vera fyrirliði besta háskólaliðs Bandaríkjanna. „Ég náði líka öllum einstaklingsmarkmiðunum mínum líka þannig að þetta var alveg frábært. Með því að vinna titilinn í dag þá náðust öll markmiðin," segir Dagný sem var kosinn í lið ársins í bandaríska fótboltanum og þótti vera ein af fimmtán bestu knattspyrnukonum í háskólaboltanum á tímabilinu.Berglind Björg Þorvalsdóttir á ferðinni í úrslitaleiknum.Vísir/AP„Þetta var yndislegur dagur og ég hafði líka fólk frá Íslandi í stúkunni sem var frábært," segir Dagný en á úrslitaleiknum voru bæði faðir hennar, kærasti og tengdaforeldrar auk þess að landsliðskonan Þórunn Helga Jónsdóttir var einnig meðal áhorfenda. Það er stutt á milli hjá Dagnýju sem er að útskrifast fyrir jólin. „Lokaprófin byrja á mánudaginn en ég er heppin og fer ekki í fyrsta prófið fyrr en á þriðjudaginn. Það er þvílík keyrsla á okkur. Við förum bara beint í lokapróf og svo er útskrift á laugardaginn," segir Dagný. „Ég kem heim milli jóla og nýárs en ég mun funda um það í vikunni hvað ég er að fara að gera í janúar. Ég veit ekkert hvað ég geri," segir Dagný sem ætlar að leita sér að liði nú þegar hún hefur klárað háskólanámið í Bandaríkjunum. „Auðvitað fer fótboltinn eitthvert með mig og ég stefni á það að vinna einhverja aðra titla í Evrópu nú þegar ég er búinn að vinna í Bandaríkjunum," segir Dagný að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Dagný og Berglind háskólameistarar í Bandaríkjunum Flórída State háskólinn með Dagnýju Brynjarsdóttur og Berglindi Þorsteinsdóttur innanborðs tryggði sér nú í kvöld sigur í háskóladeildinni í Bandaríkjunum með 1-0 sigri á Virginia í úrslitaleik. 7. desember 2014 20:11 Dagný og Berglind heim í sigurhátíðina í einkaflugvél Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir urðu í kvöld bandarískir háskólameistarar með Florida State háskólanum eftir 1-0 sigur á Virginia í úrslitaleiknum. 7. desember 2014 22:05 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir kórónaði frábært tímabil og mögnuð fjögur ár með Florida State háskólanum í kvöld þegar hún og Berglind Björg Þorvaldsdóttir urðu saman bandarískir háskólameistarar. Dagný var fyrirliði liðsins og tók við bikarnum í leikslok. „Við vorum að spila við Virginia í þriðja skiptið á tímabilinu og þetta var líka þriðji úrslitaleikurinn á móti þeim. Við unnum alla leikina 1-0 og kláruðum þetta loksins og unnum titilinn," sagði Dagný þegar Vísir náði í hana í kvöld. Florida State liðið fékk ekki á sig mark í öllum sex leikjunum í úrslitakeppninni og er aðeins annað liðið í sögunni sem nær því. „Við erum með frábæran markmann og góða varnarlínu en lykilatriðið er að við erum að verjast vel sem liðsheild," segir Dagný er hvernig er tilfinningin að verða bandarískur háskólameistari. „Þegar ég valdi Florida State þá var alltaf markmiðið að vinna þetta. Mig hefur líka alltaf langað að vinna tvöfalt síðan ég var á fyrsta ári. Í ár unnum við þrefalt þannig að þetta var bara frábært. Ég hefði ekki getað beðið um betra tímabil," segir Dagný kát. Hún getur samt ekki hrósað fyrirkomulaginu á lokaúrslitunum um titilinn. „Það er fáránlegt hvernig þetta er spilað því það er spilað í undanúrslitum á föstudagskvöldinu. Við kláruðum leik klukkan hálf tíu á föstudagskvöldið og svo vorum við að spila aftur klukkan eitt á sunnudegi í 30 stiga hita. Það voru því allir dauðþreyttir og þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur sem þú hefur séð. Það voru fá færi hjá báðum liðum en við nýttum okkar færi og kláruðum þetta," segir Dagný.Mynd/Twitter-síða Florida StateFlorida State vann fyrst deildina á tímabilinu, þá úrslitakeppni sinnar deildar og liðið vann svo úrslitakeppnina um bandaríska titilinn í dag í fyrsta sinn í sögu skólans. „Nú erum við besta háskólalið Bandaríkjanna," segir Dagný kát. „Ég tapaði í undanúrslitaleikjunum fyrstu tvö árin og tapaði síðan úrslitaleiknum í fyrra. Það vantaði alltaf smá upp á þegar kom í úrslitakeppnina um að vera besta lið Bandaríkjanna. Alveg síðan við byrjuðum í janúar þá fann ég það á mér að við gætum þetta núna," segir Dagný. „Við erum með frábæran hóp og marga leiðtoga. Við erum líka allar mjög góðar vinkonur og samheldin hópur. Við höfðum trú á því að við gætum gert þetta saman," segir Dagný. Dagný er fyrirliði liðsins og tók við bikarnum í leikslok. „Það var frábær tilfinning. Það eru fjórar aðrar stelpur í liðinu á fjórða og síðasta ári eins og ég. Við erum sá árgangur í skólanum sem hefur unnið meira en nokkur annar. Þær eru líka miklir leiðtogar og það er frábært að hafa þær með mér í þessu," segir Dagný um ábyrgðina að vera fyrirliði besta háskólaliðs Bandaríkjanna. „Ég náði líka öllum einstaklingsmarkmiðunum mínum líka þannig að þetta var alveg frábært. Með því að vinna titilinn í dag þá náðust öll markmiðin," segir Dagný sem var kosinn í lið ársins í bandaríska fótboltanum og þótti vera ein af fimmtán bestu knattspyrnukonum í háskólaboltanum á tímabilinu.Berglind Björg Þorvalsdóttir á ferðinni í úrslitaleiknum.Vísir/AP„Þetta var yndislegur dagur og ég hafði líka fólk frá Íslandi í stúkunni sem var frábært," segir Dagný en á úrslitaleiknum voru bæði faðir hennar, kærasti og tengdaforeldrar auk þess að landsliðskonan Þórunn Helga Jónsdóttir var einnig meðal áhorfenda. Það er stutt á milli hjá Dagnýju sem er að útskrifast fyrir jólin. „Lokaprófin byrja á mánudaginn en ég er heppin og fer ekki í fyrsta prófið fyrr en á þriðjudaginn. Það er þvílík keyrsla á okkur. Við förum bara beint í lokapróf og svo er útskrift á laugardaginn," segir Dagný. „Ég kem heim milli jóla og nýárs en ég mun funda um það í vikunni hvað ég er að fara að gera í janúar. Ég veit ekkert hvað ég geri," segir Dagný sem ætlar að leita sér að liði nú þegar hún hefur klárað háskólanámið í Bandaríkjunum. „Auðvitað fer fótboltinn eitthvert með mig og ég stefni á það að vinna einhverja aðra titla í Evrópu nú þegar ég er búinn að vinna í Bandaríkjunum," segir Dagný að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Dagný og Berglind háskólameistarar í Bandaríkjunum Flórída State háskólinn með Dagnýju Brynjarsdóttur og Berglindi Þorsteinsdóttur innanborðs tryggði sér nú í kvöld sigur í háskóladeildinni í Bandaríkjunum með 1-0 sigri á Virginia í úrslitaleik. 7. desember 2014 20:11 Dagný og Berglind heim í sigurhátíðina í einkaflugvél Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir urðu í kvöld bandarískir háskólameistarar með Florida State háskólanum eftir 1-0 sigur á Virginia í úrslitaleiknum. 7. desember 2014 22:05 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Dagný og Berglind háskólameistarar í Bandaríkjunum Flórída State háskólinn með Dagnýju Brynjarsdóttur og Berglindi Þorsteinsdóttur innanborðs tryggði sér nú í kvöld sigur í háskóladeildinni í Bandaríkjunum með 1-0 sigri á Virginia í úrslitaleik. 7. desember 2014 20:11
Dagný og Berglind heim í sigurhátíðina í einkaflugvél Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir urðu í kvöld bandarískir háskólameistarar með Florida State háskólanum eftir 1-0 sigur á Virginia í úrslitaleiknum. 7. desember 2014 22:05
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti