Endurheimti iPod sem fór óvart í Evrópureisu Bjarki Ármannsson skrifar 28. ágúst 2014 13:45 Júlía er himinlifandi með að hafa fengið tónhlöðuna sína aftur. Vísir/Samsett Fæstir sem týna iPodum sínum eða svipuðum græjum í útlöndum eiga væntanlega von á að fá þær nokkurn tímann aftur upp í hendurnar. Enn síður að græjan fari á flakk um Evrópu í nokkrar vikur og skili sér svo inn um póstlúguna með myndum af ferðalagi sínu. Júlía Guðbjörnsdóttir hefur þó reynslu af því. „Þetta er alveg geðveikt,“ segir Júlía, sem í gær fékk iPod sem hún týndi í Svíþjóð í sumar sendan heim til sín í pósti. „Núna get ég loksins farið út að hlaupa.“ Með iPodnum fylgdi bréf frá fjórum ungum Svíum sem fundu græjuna hennar Júlíu í bílaleigubíl sem hún hafði leigt í sumarfríinu sínu í Svíþjóð. „Þeir hafa þá tekið bílaleigubílinn á eftir okkur og fundið iPodinn, örugglega einhversstaðar í sætunum,“ segir Júlía. „Ég var að senda svolítið mikið til Íslands og það var kvittun með nafninu mínu og heimilisfanginu í hanskahólfinu. Bílaleigan þreif greinilega ekki bílinn á milli, þannig þeir sáu bara heimilisfangið og vonuðust til að þetta væri ég.“Með iPodnum fylgdi bréf og myndasyrpa.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirGerðu myndasyrpu með iPodnum Miskunnsömu Svíarnir sendu þó ekki iPodinn til Íslands strax, heldur tóku hann með sér í ferðalag sitt um Evrópu og tóku myndir af honum hvert sem þeir fóru. Þessar myndir fylgdu svo með bréfinu til Júlíu þannig að hún gat kynnt sér ferðalag tónhlöðu sinnar, sem kom meðal annars við í Amsterdam, Hamborg og Champagne-héraði í Frakklandi. Eins og sést á meðfylgjandi myndum, útbjuggu ferðalangarnir hálfgert póstkort frá hverjum stað. „Þeir lögðu alveg vinnu í þetta,“ segir Júlía. „Það er alltaf mynd af iPodnum við hliðina á bjór og svona.“ Í bréfi Svíanna segjast þeir hafa viljað sjá til þess að tónhlaðan hennar Júlíu skemmti sér líka. Þau eru nú öll vinir á Facebook og hefur Júlía boðið þeim að koma til Íslands á næstunni til að heimsækja iPodinn. „Þetta eru líka rosa sætir strákar, sem skemmir ekki,“ bætir Júlía við. Bréfið í heild sinni og nokkrar vel valdar myndir úr ferðinni má sjá hér fyrir neðan.Bréfið sem barst Júlíu.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirFrá Bæjaralandi.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirFrá Búrgund í Frakklandi.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirFrá Ítalíu.Mynd/Júlía Guðbjörnsdóttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Fæstir sem týna iPodum sínum eða svipuðum græjum í útlöndum eiga væntanlega von á að fá þær nokkurn tímann aftur upp í hendurnar. Enn síður að græjan fari á flakk um Evrópu í nokkrar vikur og skili sér svo inn um póstlúguna með myndum af ferðalagi sínu. Júlía Guðbjörnsdóttir hefur þó reynslu af því. „Þetta er alveg geðveikt,“ segir Júlía, sem í gær fékk iPod sem hún týndi í Svíþjóð í sumar sendan heim til sín í pósti. „Núna get ég loksins farið út að hlaupa.“ Með iPodnum fylgdi bréf frá fjórum ungum Svíum sem fundu græjuna hennar Júlíu í bílaleigubíl sem hún hafði leigt í sumarfríinu sínu í Svíþjóð. „Þeir hafa þá tekið bílaleigubílinn á eftir okkur og fundið iPodinn, örugglega einhversstaðar í sætunum,“ segir Júlía. „Ég var að senda svolítið mikið til Íslands og það var kvittun með nafninu mínu og heimilisfanginu í hanskahólfinu. Bílaleigan þreif greinilega ekki bílinn á milli, þannig þeir sáu bara heimilisfangið og vonuðust til að þetta væri ég.“Með iPodnum fylgdi bréf og myndasyrpa.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirGerðu myndasyrpu með iPodnum Miskunnsömu Svíarnir sendu þó ekki iPodinn til Íslands strax, heldur tóku hann með sér í ferðalag sitt um Evrópu og tóku myndir af honum hvert sem þeir fóru. Þessar myndir fylgdu svo með bréfinu til Júlíu þannig að hún gat kynnt sér ferðalag tónhlöðu sinnar, sem kom meðal annars við í Amsterdam, Hamborg og Champagne-héraði í Frakklandi. Eins og sést á meðfylgjandi myndum, útbjuggu ferðalangarnir hálfgert póstkort frá hverjum stað. „Þeir lögðu alveg vinnu í þetta,“ segir Júlía. „Það er alltaf mynd af iPodnum við hliðina á bjór og svona.“ Í bréfi Svíanna segjast þeir hafa viljað sjá til þess að tónhlaðan hennar Júlíu skemmti sér líka. Þau eru nú öll vinir á Facebook og hefur Júlía boðið þeim að koma til Íslands á næstunni til að heimsækja iPodinn. „Þetta eru líka rosa sætir strákar, sem skemmir ekki,“ bætir Júlía við. Bréfið í heild sinni og nokkrar vel valdar myndir úr ferðinni má sjá hér fyrir neðan.Bréfið sem barst Júlíu.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirFrá Bæjaralandi.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirFrá Búrgund í Frakklandi.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirFrá Ítalíu.Mynd/Júlía Guðbjörnsdóttir
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira