Endurheimti iPod sem fór óvart í Evrópureisu Bjarki Ármannsson skrifar 28. ágúst 2014 13:45 Júlía er himinlifandi með að hafa fengið tónhlöðuna sína aftur. Vísir/Samsett Fæstir sem týna iPodum sínum eða svipuðum græjum í útlöndum eiga væntanlega von á að fá þær nokkurn tímann aftur upp í hendurnar. Enn síður að græjan fari á flakk um Evrópu í nokkrar vikur og skili sér svo inn um póstlúguna með myndum af ferðalagi sínu. Júlía Guðbjörnsdóttir hefur þó reynslu af því. „Þetta er alveg geðveikt,“ segir Júlía, sem í gær fékk iPod sem hún týndi í Svíþjóð í sumar sendan heim til sín í pósti. „Núna get ég loksins farið út að hlaupa.“ Með iPodnum fylgdi bréf frá fjórum ungum Svíum sem fundu græjuna hennar Júlíu í bílaleigubíl sem hún hafði leigt í sumarfríinu sínu í Svíþjóð. „Þeir hafa þá tekið bílaleigubílinn á eftir okkur og fundið iPodinn, örugglega einhversstaðar í sætunum,“ segir Júlía. „Ég var að senda svolítið mikið til Íslands og það var kvittun með nafninu mínu og heimilisfanginu í hanskahólfinu. Bílaleigan þreif greinilega ekki bílinn á milli, þannig þeir sáu bara heimilisfangið og vonuðust til að þetta væri ég.“Með iPodnum fylgdi bréf og myndasyrpa.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirGerðu myndasyrpu með iPodnum Miskunnsömu Svíarnir sendu þó ekki iPodinn til Íslands strax, heldur tóku hann með sér í ferðalag sitt um Evrópu og tóku myndir af honum hvert sem þeir fóru. Þessar myndir fylgdu svo með bréfinu til Júlíu þannig að hún gat kynnt sér ferðalag tónhlöðu sinnar, sem kom meðal annars við í Amsterdam, Hamborg og Champagne-héraði í Frakklandi. Eins og sést á meðfylgjandi myndum, útbjuggu ferðalangarnir hálfgert póstkort frá hverjum stað. „Þeir lögðu alveg vinnu í þetta,“ segir Júlía. „Það er alltaf mynd af iPodnum við hliðina á bjór og svona.“ Í bréfi Svíanna segjast þeir hafa viljað sjá til þess að tónhlaðan hennar Júlíu skemmti sér líka. Þau eru nú öll vinir á Facebook og hefur Júlía boðið þeim að koma til Íslands á næstunni til að heimsækja iPodinn. „Þetta eru líka rosa sætir strákar, sem skemmir ekki,“ bætir Júlía við. Bréfið í heild sinni og nokkrar vel valdar myndir úr ferðinni má sjá hér fyrir neðan.Bréfið sem barst Júlíu.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirFrá Bæjaralandi.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirFrá Búrgund í Frakklandi.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirFrá Ítalíu.Mynd/Júlía Guðbjörnsdóttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fæstir sem týna iPodum sínum eða svipuðum græjum í útlöndum eiga væntanlega von á að fá þær nokkurn tímann aftur upp í hendurnar. Enn síður að græjan fari á flakk um Evrópu í nokkrar vikur og skili sér svo inn um póstlúguna með myndum af ferðalagi sínu. Júlía Guðbjörnsdóttir hefur þó reynslu af því. „Þetta er alveg geðveikt,“ segir Júlía, sem í gær fékk iPod sem hún týndi í Svíþjóð í sumar sendan heim til sín í pósti. „Núna get ég loksins farið út að hlaupa.“ Með iPodnum fylgdi bréf frá fjórum ungum Svíum sem fundu græjuna hennar Júlíu í bílaleigubíl sem hún hafði leigt í sumarfríinu sínu í Svíþjóð. „Þeir hafa þá tekið bílaleigubílinn á eftir okkur og fundið iPodinn, örugglega einhversstaðar í sætunum,“ segir Júlía. „Ég var að senda svolítið mikið til Íslands og það var kvittun með nafninu mínu og heimilisfanginu í hanskahólfinu. Bílaleigan þreif greinilega ekki bílinn á milli, þannig þeir sáu bara heimilisfangið og vonuðust til að þetta væri ég.“Með iPodnum fylgdi bréf og myndasyrpa.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirGerðu myndasyrpu með iPodnum Miskunnsömu Svíarnir sendu þó ekki iPodinn til Íslands strax, heldur tóku hann með sér í ferðalag sitt um Evrópu og tóku myndir af honum hvert sem þeir fóru. Þessar myndir fylgdu svo með bréfinu til Júlíu þannig að hún gat kynnt sér ferðalag tónhlöðu sinnar, sem kom meðal annars við í Amsterdam, Hamborg og Champagne-héraði í Frakklandi. Eins og sést á meðfylgjandi myndum, útbjuggu ferðalangarnir hálfgert póstkort frá hverjum stað. „Þeir lögðu alveg vinnu í þetta,“ segir Júlía. „Það er alltaf mynd af iPodnum við hliðina á bjór og svona.“ Í bréfi Svíanna segjast þeir hafa viljað sjá til þess að tónhlaðan hennar Júlíu skemmti sér líka. Þau eru nú öll vinir á Facebook og hefur Júlía boðið þeim að koma til Íslands á næstunni til að heimsækja iPodinn. „Þetta eru líka rosa sætir strákar, sem skemmir ekki,“ bætir Júlía við. Bréfið í heild sinni og nokkrar vel valdar myndir úr ferðinni má sjá hér fyrir neðan.Bréfið sem barst Júlíu.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirFrá Bæjaralandi.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirFrá Búrgund í Frakklandi.Mynd/Júlía GuðbjörnsdóttirFrá Ítalíu.Mynd/Júlía Guðbjörnsdóttir
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira