Erlent

Alþjóðabankinn setur fé í baráttuna við ebóluna

Hlífðarbúnaður settur upp í Donka-sjúkrahúsinu í Conakry í Gíneu.
Hlífðarbúnaður settur upp í Donka-sjúkrahúsinu í Conakry í Gíneu. Nordicphotos/AFP
Alþjóðabankinn hefur ákveðiið að veita 200 milljónum Bandaríkjadala í neyðaraðstoð til ríkja í Vestur-Afríku sem berjast nú við einn skæðasta ebólufaraldur í sögunni.

Peningarnir renna til Líberíu, Síerra Leone og Gíneu auk þess sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fær sinn skerf. 887 hafa nú látið lífið í faraldrinum og leiðtogar 35 Afríkuríkja ræða nú ástandið á fundi í Washington í Bandaríkjunum.

Peningunum verður varið í að greiða heilbrigðisstarfsmönnum laun og í fræðslustarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×