Enski boltinn

Rodwell samdi við Sunderland til fimm ára

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jack Rodwell með treyju Sunderland.
Jack Rodwell með treyju Sunderland. mynd/safc.co.uk
Miðjumaðurinn Jack Rodwell er genginn í raðir Sunderland frá Englandsmeisturum Manchester City, en Sunderland er sagt borga um tíu milljónir punda fyrir leikmanninn.

Rodwell, sem er 23 ára gamall, fór til City frá Everton fyrir 15 milljónir punda, en spilaði aðeins 16 deildarleiki á tveimur leiktíðum. Hann var mikið meiddur og átti svo í erfiðleikum með að vinna sér inn í sæti í stjörnum prýddu liði meistaranna.

Hann skrifaði undir fimm ára samning við Sunderland sem ætlar honum stórt hlutverk á næsta ári. Hann þótti fyrir nokkrum árum einn allra efnilegasti leikmaður Englands þegar hann spilaði fyrir Everton.

Rodwell lék 85 leiki fyrir Everton frá 2007-2012 og skoraði fjögur mörk og þá á hann að baki þrjá leiki fyrir enska landsliðið. Hann hefur auk þess spilað fyrir öll yngri landslið Englands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×