Hverfandi líkur á að fólk veikist af sushi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2014 19:42 "Við viljum bara biðja fólk um að halda ró sinni. Það eru fagmenntaðir matreiðslumenn með þessa hluti algjörlega á hreinu. Ég persónulega hef gert sushi í 14 ár og aldrei komið upp eitt einasta tilvik,“ segir Siggi San, matreiðslumaður og eigandi SuZushii í Kringlunni. vísir/getty/stefán Röntgenmyndir af manni sem undirlagður var bandormum hafa gengið logandi ljósi um netheima að undanförnu. Fjölmargir fréttamiðlar greindu frá málinu, en fullyrt var að maðurinn hefði borðað yfir sig af sushi og sashimi. Málið hefur vakið gríðar mikla athygli um heim allan, meðal annars á Íslandi, en fréttin var ekki á rökum reist.Myndirnar eru vissulega sannar en bandormarnir smituðust ekki með sushiáti. Myndirnar voru teknar af 74 ára kínverskum karlmanni sem hafði miklar mætur á hráu svína- og nautakjöti. Í kjölfarið sýktist maðurinn af svínabandormum sem olli því að blöðrur mynduðust víða um líkama hans. Sif Traustadóttir dýralæknir segir sýkingar sem þessar afar sjaldgæfar, sér í lagi á Vesturlöndunum.Sif Traustadóttir, dýralæknir.vísir/aðsend„Það heyrir til algjörra undantekninga að fólk smitist af þessu og hér á Vesturlöndum er þetta nær óþekkt. Þetta er extreme tilfelli. Maðurinn virðist hafa borðað hrátt svínakjöt í fleiri fleiri ár. Dílarnir á myndinni skýrast af blöðrum myndast í vefjum þegar lirfurnar skríða út úr meltingarveginum en þetta er algjörlega einstakt tilfelli," segir Sif í samtali við Vísi. Ekki eitt einasta tilvik á 14 árum Siggi San, matreiðslumaður og eigandi SuZushii í Kringlunni, segir fréttir sem þessar algengar en þó sjaldnast sannar. Strangar reglur gildi um matreiðslu sushi hér á landi og sem og annars staðar í heiminum. Fiskurinn þurfi að vera vottaður af yfirdýralækni og því litlar sem engar líkur séu á að fólk sýkist af einhvers konar sníkjudýrum. „Við viljum bara biðja fólk um að halda ró sinni. Það eru fagmenntaðir matreiðslumenn með þessa hluti algjörlega á hreinu. Ég persónulega hef gert sushi í 14 ár og aldrei komið upp eitt einasta tilvik,“ segir Siggi. Fólk þurfi því ekkert að óttast. Tengdar fréttir Undirlagður bandormum eftir sushiát Kínverskur karlmaður liggur nú á milli heims og helju eftir að hafa innbyrt gríðarlega mikið magn af sushi. 25. september 2014 12:17 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Röntgenmyndir af manni sem undirlagður var bandormum hafa gengið logandi ljósi um netheima að undanförnu. Fjölmargir fréttamiðlar greindu frá málinu, en fullyrt var að maðurinn hefði borðað yfir sig af sushi og sashimi. Málið hefur vakið gríðar mikla athygli um heim allan, meðal annars á Íslandi, en fréttin var ekki á rökum reist.Myndirnar eru vissulega sannar en bandormarnir smituðust ekki með sushiáti. Myndirnar voru teknar af 74 ára kínverskum karlmanni sem hafði miklar mætur á hráu svína- og nautakjöti. Í kjölfarið sýktist maðurinn af svínabandormum sem olli því að blöðrur mynduðust víða um líkama hans. Sif Traustadóttir dýralæknir segir sýkingar sem þessar afar sjaldgæfar, sér í lagi á Vesturlöndunum.Sif Traustadóttir, dýralæknir.vísir/aðsend„Það heyrir til algjörra undantekninga að fólk smitist af þessu og hér á Vesturlöndum er þetta nær óþekkt. Þetta er extreme tilfelli. Maðurinn virðist hafa borðað hrátt svínakjöt í fleiri fleiri ár. Dílarnir á myndinni skýrast af blöðrum myndast í vefjum þegar lirfurnar skríða út úr meltingarveginum en þetta er algjörlega einstakt tilfelli," segir Sif í samtali við Vísi. Ekki eitt einasta tilvik á 14 árum Siggi San, matreiðslumaður og eigandi SuZushii í Kringlunni, segir fréttir sem þessar algengar en þó sjaldnast sannar. Strangar reglur gildi um matreiðslu sushi hér á landi og sem og annars staðar í heiminum. Fiskurinn þurfi að vera vottaður af yfirdýralækni og því litlar sem engar líkur séu á að fólk sýkist af einhvers konar sníkjudýrum. „Við viljum bara biðja fólk um að halda ró sinni. Það eru fagmenntaðir matreiðslumenn með þessa hluti algjörlega á hreinu. Ég persónulega hef gert sushi í 14 ár og aldrei komið upp eitt einasta tilvik,“ segir Siggi. Fólk þurfi því ekkert að óttast.
Tengdar fréttir Undirlagður bandormum eftir sushiát Kínverskur karlmaður liggur nú á milli heims og helju eftir að hafa innbyrt gríðarlega mikið magn af sushi. 25. september 2014 12:17 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Undirlagður bandormum eftir sushiát Kínverskur karlmaður liggur nú á milli heims og helju eftir að hafa innbyrt gríðarlega mikið magn af sushi. 25. september 2014 12:17