Spánverjar féllu í gær úr leik á HM í Brasilíu en heimsmeistararnir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni með markatölunni 7-1.
Velgengni Spánar undanfarin ár hefur verið engu lík og þá hafa flestir leikmenn liðsins verið afar sigursælir með félagsliðum sínum. Xabi Alonso viðurkennir að það hafi haft sitt að segja.
„Við höfum ekki verið nægilega hungraðir til að gera alvöru atlögu að titlinum á nýjan leik. Sú gleði sem fylgdi velgengninni er horfin,“ sagði hann eftir leikinn í gær.
„Við gerðum fjölda mistaka og náðum aldrei að vera eins og við eigum að vera á vellinum. Stemningin var allt önnur en á undanförnum stórmótum.“
„Tap markar yfirleitt enda ákveðins tímabils í knattspyrnunni. Kannski er tímabært að byrja að hugsa um breytingar.“
Alonso: Vorum ekki hungraðir

Tengdar fréttir

Heimsmeisturunum hent heim
Heimsmeistarar Spánverja eru á heimleið. Það er ljóst þó svo enn eigi eftir að spila eina umferð í riðlakeppninni. Hörmulegir Spánverjar töpuðu gegn Síle í kvöld, 2-0.

Allir fengu núll nema Iniesta
Viðbrögð spænskra fjölmiðla láta ekki á sér standa.