Mikil reiði eftir að gíraffinn Marius var aflífaður Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. febrúar 2014 20:00 Dýraverndunarsinnar eru æfir eftir að dýragarðurinn í Kaupmannahöfn ákvað að aflífa átján mánaða heilbrigðan gíraffa. Dýragarðurinn taldi sig knúinn til að aflífa gíraffann vegna plássleysis og hættu á innræktun. Marius var 18 mánaða gamall gíraffi og var vinsæll í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Fyrir nokkru ákváðu stjórnendur dýragarðsins að ekki væri hægt að komast hjá því að aflífa Marius vegna plássleysis og evrópskra reglna um innræktun. Yfir 25 þúsund manns höfðu skrifað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að bjarga Marius og hafði breskur dýragarður boðist til að taka við gíraffanum. Allt kom þó fyrir ekki og ákváðu Danir að aflífa Marius í morgun. „Marius var mjög hrifinn af rúgbrauði. Ég stóð fyrir aftan hann og skaut hann með rifli í höfuðið þegar hann hallaði höfði sínu fram og borðaði rúgbrauðið. Þá skaut ég hann í gegnum höfuðið. Marius hafði aldrei hugmynd hvað var framundan. Hann fékk brauðið sitt og svo drapst hann,“ sagði Mads Bertelsen.Þúsundir mótmæltu Fréttamiðlar víða um heim hafa fjallað um málið og eru stjórnendur dýragarðsins gagnrýndir harðlega. Þúsundir mættu til að mótmæla fyrir utan dýragarðinn í dag og kröfðust þess Marius fengi að lifa áfram. Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn hefur varið ákvörðun sína að leyfa Marius ekki að fara í dýragarð í Bretlandi. Hætta hefði einnig verið á innræktun hefði Marius haldið þangað. Danskir fjölmiðlar sýndu beint frá fréttamannafundi í morgun þar sem tilkynnt var um aflífun Mariusar. Mörgum þykir ámælisvert að starfsmenn dýragarðsins hafi ákveðið að búta Marius niður í návist fjölmiðla og gesta dýragarðsins. Marius verður að hluta notaður til að fóðra ljón, tígridýr og ísbirni garðsins.Ástæða er til að vara við myndefninu í fréttinni í spilaranum að ofan. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira
Dýraverndunarsinnar eru æfir eftir að dýragarðurinn í Kaupmannahöfn ákvað að aflífa átján mánaða heilbrigðan gíraffa. Dýragarðurinn taldi sig knúinn til að aflífa gíraffann vegna plássleysis og hættu á innræktun. Marius var 18 mánaða gamall gíraffi og var vinsæll í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Fyrir nokkru ákváðu stjórnendur dýragarðsins að ekki væri hægt að komast hjá því að aflífa Marius vegna plássleysis og evrópskra reglna um innræktun. Yfir 25 þúsund manns höfðu skrifað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að bjarga Marius og hafði breskur dýragarður boðist til að taka við gíraffanum. Allt kom þó fyrir ekki og ákváðu Danir að aflífa Marius í morgun. „Marius var mjög hrifinn af rúgbrauði. Ég stóð fyrir aftan hann og skaut hann með rifli í höfuðið þegar hann hallaði höfði sínu fram og borðaði rúgbrauðið. Þá skaut ég hann í gegnum höfuðið. Marius hafði aldrei hugmynd hvað var framundan. Hann fékk brauðið sitt og svo drapst hann,“ sagði Mads Bertelsen.Þúsundir mótmæltu Fréttamiðlar víða um heim hafa fjallað um málið og eru stjórnendur dýragarðsins gagnrýndir harðlega. Þúsundir mættu til að mótmæla fyrir utan dýragarðinn í dag og kröfðust þess Marius fengi að lifa áfram. Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn hefur varið ákvörðun sína að leyfa Marius ekki að fara í dýragarð í Bretlandi. Hætta hefði einnig verið á innræktun hefði Marius haldið þangað. Danskir fjölmiðlar sýndu beint frá fréttamannafundi í morgun þar sem tilkynnt var um aflífun Mariusar. Mörgum þykir ámælisvert að starfsmenn dýragarðsins hafi ákveðið að búta Marius niður í návist fjölmiðla og gesta dýragarðsins. Marius verður að hluta notaður til að fóðra ljón, tígridýr og ísbirni garðsins.Ástæða er til að vara við myndefninu í fréttinni í spilaranum að ofan.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira