Mikil reiði eftir að gíraffinn Marius var aflífaður Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. febrúar 2014 20:00 Dýraverndunarsinnar eru æfir eftir að dýragarðurinn í Kaupmannahöfn ákvað að aflífa átján mánaða heilbrigðan gíraffa. Dýragarðurinn taldi sig knúinn til að aflífa gíraffann vegna plássleysis og hættu á innræktun. Marius var 18 mánaða gamall gíraffi og var vinsæll í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Fyrir nokkru ákváðu stjórnendur dýragarðsins að ekki væri hægt að komast hjá því að aflífa Marius vegna plássleysis og evrópskra reglna um innræktun. Yfir 25 þúsund manns höfðu skrifað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að bjarga Marius og hafði breskur dýragarður boðist til að taka við gíraffanum. Allt kom þó fyrir ekki og ákváðu Danir að aflífa Marius í morgun. „Marius var mjög hrifinn af rúgbrauði. Ég stóð fyrir aftan hann og skaut hann með rifli í höfuðið þegar hann hallaði höfði sínu fram og borðaði rúgbrauðið. Þá skaut ég hann í gegnum höfuðið. Marius hafði aldrei hugmynd hvað var framundan. Hann fékk brauðið sitt og svo drapst hann,“ sagði Mads Bertelsen.Þúsundir mótmæltu Fréttamiðlar víða um heim hafa fjallað um málið og eru stjórnendur dýragarðsins gagnrýndir harðlega. Þúsundir mættu til að mótmæla fyrir utan dýragarðinn í dag og kröfðust þess Marius fengi að lifa áfram. Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn hefur varið ákvörðun sína að leyfa Marius ekki að fara í dýragarð í Bretlandi. Hætta hefði einnig verið á innræktun hefði Marius haldið þangað. Danskir fjölmiðlar sýndu beint frá fréttamannafundi í morgun þar sem tilkynnt var um aflífun Mariusar. Mörgum þykir ámælisvert að starfsmenn dýragarðsins hafi ákveðið að búta Marius niður í návist fjölmiðla og gesta dýragarðsins. Marius verður að hluta notaður til að fóðra ljón, tígridýr og ísbirni garðsins.Ástæða er til að vara við myndefninu í fréttinni í spilaranum að ofan. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Dýraverndunarsinnar eru æfir eftir að dýragarðurinn í Kaupmannahöfn ákvað að aflífa átján mánaða heilbrigðan gíraffa. Dýragarðurinn taldi sig knúinn til að aflífa gíraffann vegna plássleysis og hættu á innræktun. Marius var 18 mánaða gamall gíraffi og var vinsæll í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Fyrir nokkru ákváðu stjórnendur dýragarðsins að ekki væri hægt að komast hjá því að aflífa Marius vegna plássleysis og evrópskra reglna um innræktun. Yfir 25 þúsund manns höfðu skrifað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að bjarga Marius og hafði breskur dýragarður boðist til að taka við gíraffanum. Allt kom þó fyrir ekki og ákváðu Danir að aflífa Marius í morgun. „Marius var mjög hrifinn af rúgbrauði. Ég stóð fyrir aftan hann og skaut hann með rifli í höfuðið þegar hann hallaði höfði sínu fram og borðaði rúgbrauðið. Þá skaut ég hann í gegnum höfuðið. Marius hafði aldrei hugmynd hvað var framundan. Hann fékk brauðið sitt og svo drapst hann,“ sagði Mads Bertelsen.Þúsundir mótmæltu Fréttamiðlar víða um heim hafa fjallað um málið og eru stjórnendur dýragarðsins gagnrýndir harðlega. Þúsundir mættu til að mótmæla fyrir utan dýragarðinn í dag og kröfðust þess Marius fengi að lifa áfram. Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn hefur varið ákvörðun sína að leyfa Marius ekki að fara í dýragarð í Bretlandi. Hætta hefði einnig verið á innræktun hefði Marius haldið þangað. Danskir fjölmiðlar sýndu beint frá fréttamannafundi í morgun þar sem tilkynnt var um aflífun Mariusar. Mörgum þykir ámælisvert að starfsmenn dýragarðsins hafi ákveðið að búta Marius niður í návist fjölmiðla og gesta dýragarðsins. Marius verður að hluta notaður til að fóðra ljón, tígridýr og ísbirni garðsins.Ástæða er til að vara við myndefninu í fréttinni í spilaranum að ofan.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira