Enski boltinn

Liverpool ekki búið að bjóða í Berahino

Saido Berahino.
Saido Berahino. vísir/getty
Forráðamenn WBA segja að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum að framherjinn Saido Berahino sé á leið til Liverpool.

Hinn 21 árs gamli Berahino hefur byrjað vel í vetur og skorað sjö mörk í níu leikjum. Hann var í kjölfarið orðaður við 23 milljón punda sölu til Liverpool.

Forráðamenn WBA segja að þessar sögur séu hreinn uppspuni. Sjálfur hefur leikmaðurinn gefið í skyn að hann vilji fara frá félaginu.

Tottenham er einnig sagt hafa áhuga á því að kaupa Berahino sem var valinn í landsliðið í fyrsta skipti í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×