Innlent

Sýknaður af ákæru um líkamsárás

Randver Kári Randversson skrifar
Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag karlmann af ákæru um líkamsárás.
Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag karlmann af ákæru um líkamsárás.
Karlmaður var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru um líkamsárás fyrir utan skemmtistað á Suðurnesjum þann 2. september 2012.

Ákærða var gefið að sök að hafa slegið annan mann nokkrum sinnum í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut mikla áverka í andliti. Þess var krafist að ákærði yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls málskostnaðar auk 1 milljónar króna í skaðabætur. Ákærði neitaði sök og hafnaði bótakröfum. 

Með vísan til misvísandi framburða vitna í málinu komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á sekt ákærða. Var maðurinn sýknaður af sakargiftum og bótakröfunni vísað frá dómi. Málskostnaður var felldur á ríkissjóð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×