Erlent

Lagði rósir á hvílustað páfa

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Veggmynd af Jóhannesi Páli II við St. Péturstorgið.
Veggmynd af Jóhannesi Páli II við St. Péturstorgið. vísir/afp
Tyrkneskur maður sem sýndi Jóhannesi Páli páfa II banatilræði fyrir 33 árum heimsótti Páfagarð um helgina og lagði rósir á leiði hans. Að því loknu vildi hann hitta Frans páfa.

Maðurinn, Mehmet Ali Agca, var dæmdur í lífstíðarfangelsi á Ítalíu árið 1983 fyrir árásina en var náðaður árið 2000.

Heima í Tyrklandi beið hans síðan tíu ára fangelsi fyrir morð á þarlendum blaðamönnum og smáglæpi á áttunda áratugnum.

Í skýrslu ítalskrar rannsóknarnefndar frá 2005 var fullyrt að stjórnendur Sovétríkjanna sálugu hefðu skipulagt árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×