Kostnaðurinn of mikil hindrun Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar 18. október 2014 08:00 Lára Antonía Halldórsdóttir Segir ferðakostnað og tekjutap vegna ferðalags frá Reyðarfirði vera helstu ástæða þess að hún hafi ekki hafið frjósemismeðferð.MYND/AÐSEND „Ég er alltaf á leiðinni í meðferðina. En ég bý á Reyðarfirði og það er svo erfitt fyrir mig að komast. Fjarlægðin gerir okkur mjög erfitt fyrir,“ segir Lára Antonía Halldórsdóttir, en hún og maðurinn hennar hafa verið að reyna að eignast barn án árangurs í átta ár. Eftir rannsóknir lækna fengu þau greininguna óútskýrð ófrjósemi þar sem ekkert fannst að sem gæti útskýrt erfiðleikana við að geta barn. Hún segir fjarlægðina við höfuðborgina helstu ástæðuna fyrir því að þau hafi enn ekki hafið meðferð þar sem ferðakostnaður og tekjutap vegna hennar setji stórt strik í reikninginn. Lára fagnar þingsályktunartillögu Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, en með þingsályktunartillögunni er lagt til að fela ráðherra að endurskoða greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða þannig að stuðningur ríkisins verði meiri. Einnig að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga taki til ferðakostnaðar vegna tæknifrjóvgunarmeðferða. „Við byrjuðum að reyna að eignast barn 2006 en vorum svo sem ekkert að stressa okkur þrátt fyrir að ég yrði ekki ólétt strax. Ég minntist á þetta við lækninn minn 2008 og hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur þar sem ég væri enn þá svo ung. Við fluttum síðan til Reyðarfjarðar vorið 2010 og það sama haust eignaðist vinkona mín barn. Þá small eitthvað í mér og ég hugsaði að þetta gæti ekki átt að vera svona erfitt.“ Í kjölfarið pantaði Lára tíma hjá Art Medica, tæknifrjóvgunarmiðstöð sem er sú eina sinnar tegundar á landinu. Einnig þurfti að gera rannsókn á manni hennar þannig að þau ferðuðust saman til Reykjavíkur bjartsýn um að fá aðstoðina sem þau þyrftu. Þau fengu niðurstöðuna úr þeirri rannsókn í mars 2011. „Það tók langan tíma að fá niðurstöðuna þar sem það er ekki auðvelt fyrir okkur að skreppa í bæinn. Heimilislæknirinn minn var skráður í Reykjavík þannig að við gátum ekki fengið niðurstöðurnar í gegnum hann. Okkur var tjáð að ekkert hefði fundist að hjá okkur. Við værum með það sem er kallað óútskýrð ófrjósemi. Þó að það væri auðvitað léttir að það væri ekkert að, þá voru það samt ákveðin vonbrigði líka því ef það hefði verið eitthvað að þá væri hægt að laga það. Það er nefnilega erfiðara en marga grunar að ganga í gegnum þetta ferli. Það er líka erfitt að svara spurningum um af hverju maður á ekki barn. Í dag tala ég þó alveg opinskátt um það.“ Í framhaldi af þessum niðurstöðum var ákveðið að næsta skref hjá Láru og manni hennar væri meðferð hjá Art Medica. Hún útskýrir að til þess að komast suður í meðferðina þyrftu bæði hún og maður hennar að taka frí frá vinnu í ótilgreindan tíma þar sem óljóst er hversu langan tíma það taki fyrir meðferðina að bera árangur. Hún segir meðferðina, tæknisæðingu, kosta með lyfjum um 100.000 krónur. Hún yrði að vera framkvæmd á réttum tíma í tíðahringnum og flug með stuttum fyrirvara kosti fyrir þau tvö um 80.000. „Síðan þyrftum við að eiga sjóð til þess að geta tekist á við tekjutapið sem við yrðum fyrir á meðan. En vegna fjarlægðarinnar og kostnaðarins sit ég enn þá hérna þremur árum seinna og er ekki enn byrjuð á meðferðinni.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
„Ég er alltaf á leiðinni í meðferðina. En ég bý á Reyðarfirði og það er svo erfitt fyrir mig að komast. Fjarlægðin gerir okkur mjög erfitt fyrir,“ segir Lára Antonía Halldórsdóttir, en hún og maðurinn hennar hafa verið að reyna að eignast barn án árangurs í átta ár. Eftir rannsóknir lækna fengu þau greininguna óútskýrð ófrjósemi þar sem ekkert fannst að sem gæti útskýrt erfiðleikana við að geta barn. Hún segir fjarlægðina við höfuðborgina helstu ástæðuna fyrir því að þau hafi enn ekki hafið meðferð þar sem ferðakostnaður og tekjutap vegna hennar setji stórt strik í reikninginn. Lára fagnar þingsályktunartillögu Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, en með þingsályktunartillögunni er lagt til að fela ráðherra að endurskoða greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða þannig að stuðningur ríkisins verði meiri. Einnig að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga taki til ferðakostnaðar vegna tæknifrjóvgunarmeðferða. „Við byrjuðum að reyna að eignast barn 2006 en vorum svo sem ekkert að stressa okkur þrátt fyrir að ég yrði ekki ólétt strax. Ég minntist á þetta við lækninn minn 2008 og hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur þar sem ég væri enn þá svo ung. Við fluttum síðan til Reyðarfjarðar vorið 2010 og það sama haust eignaðist vinkona mín barn. Þá small eitthvað í mér og ég hugsaði að þetta gæti ekki átt að vera svona erfitt.“ Í kjölfarið pantaði Lára tíma hjá Art Medica, tæknifrjóvgunarmiðstöð sem er sú eina sinnar tegundar á landinu. Einnig þurfti að gera rannsókn á manni hennar þannig að þau ferðuðust saman til Reykjavíkur bjartsýn um að fá aðstoðina sem þau þyrftu. Þau fengu niðurstöðuna úr þeirri rannsókn í mars 2011. „Það tók langan tíma að fá niðurstöðuna þar sem það er ekki auðvelt fyrir okkur að skreppa í bæinn. Heimilislæknirinn minn var skráður í Reykjavík þannig að við gátum ekki fengið niðurstöðurnar í gegnum hann. Okkur var tjáð að ekkert hefði fundist að hjá okkur. Við værum með það sem er kallað óútskýrð ófrjósemi. Þó að það væri auðvitað léttir að það væri ekkert að, þá voru það samt ákveðin vonbrigði líka því ef það hefði verið eitthvað að þá væri hægt að laga það. Það er nefnilega erfiðara en marga grunar að ganga í gegnum þetta ferli. Það er líka erfitt að svara spurningum um af hverju maður á ekki barn. Í dag tala ég þó alveg opinskátt um það.“ Í framhaldi af þessum niðurstöðum var ákveðið að næsta skref hjá Láru og manni hennar væri meðferð hjá Art Medica. Hún útskýrir að til þess að komast suður í meðferðina þyrftu bæði hún og maður hennar að taka frí frá vinnu í ótilgreindan tíma þar sem óljóst er hversu langan tíma það taki fyrir meðferðina að bera árangur. Hún segir meðferðina, tæknisæðingu, kosta með lyfjum um 100.000 krónur. Hún yrði að vera framkvæmd á réttum tíma í tíðahringnum og flug með stuttum fyrirvara kosti fyrir þau tvö um 80.000. „Síðan þyrftum við að eiga sjóð til þess að geta tekist á við tekjutapið sem við yrðum fyrir á meðan. En vegna fjarlægðarinnar og kostnaðarins sit ég enn þá hérna þremur árum seinna og er ekki enn byrjuð á meðferðinni.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira