Erlent

Reyndu að stofna til faraldurs með moskítóflugum

MYND/GETTY
Nasistar íhuguðu að nota moskítóflugur sem efnavopn í seinni heimstyrjöldinni. Rannsókn sem gerð var nýlega leiddi þetta í ljós.

Undir lok stríðsins var gerð rannsókn á hvernig hægt væri að halda malaríusýktum skordýrum á lífi nógu lengi til þess að koma þeim inn á yfirráðasvæði óvinarins.

Heinrich Himmler, ríkisforingi SS, lét stofna Dachau entomological institute og fól þeim það verkefni að finna úrræði gegn sjúkdómum sem berast með lúsum og öðrum skordýrum.

Þýskir hermenn sem þjáðust oftar en ekki af taugaveiki, sem er ákveðin tegund salmonellusýkla, höfðu áhyggjur af því að hugsanlega væri verið að þróa taugaveikisfaraldur á herbúðirnar Neuengamme.

Rannsókn á moskítóflugum hófst árið 1944 og rannsakað var hvort moskítóflugurnar lifðu af ferðina frá rannsóknarstofunni að áætlunarstað. Sú rannsókn leiddi í ljós að moskítófluga af gerðinni Anopheles bar sníkilinn best með sér. Rannsóknin reyndist þó lítils virði og var henni hætt skömmu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×