Geir: Held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. september 2014 06:00 Sepp Blatter mun sitja sem forseti FIFA eins og lengi og honum sýnist. Hann er hér með Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ vísir/pjetur „Þú veist hvernig bresku blöðin vinna stundum. Það er ekkert til í þessu,“ segir GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, en breski miðillinn Daily Mail hélt því fram að Ísland og Finnland stæðu í vegi fyrir því að fulltrúi frá UEFA byði sig fram í forsetakjöri FIFA á næsta ári. „Ég held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA ef þeir halda að ég hafi getað talað þessa hugmynd niður.“Michel Platini, forseti UEFA, hafði íhugað að bjóða sig fram gegn Blatter. Hann hefur nú látið af þeim hugleiðingum og hefur þess í stað boðið sig fram til þess að stýra UEFA áfram. „Ég steig þarna í pontu og það eina sem ég mælti með var að menn sýndu samstöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er mjög mikilvægt.“ Eftir forsetakjörið hjá FIFA árið 1998, þar sem Blatter lagði þáverandi forseta UEFA, Lennart Johansson, ríkti mikill kuldi í samskiptum FIFA og UEFA í tíu ár. Geir segir ekki gott að slíkt ástand komi upp aftur. Það kom mörgum á óvart að Platini skyldi ekki taka slaginn við Blatter en það var þó ljóst á heimsþingi FIFA fyrir HM í sumar að Platini myndi ekki eiga möguleika gegn Blatter.UEFA stendur ekki saman Á þinginu kom UEFA fram með tvær tillögur, aðra um aldurstakmark á forseta FIFA. Þá tillögu studdu aðeins 33 af 54 fulltrúum UEFA á þinginu. Enginn fulltrúi annarrar heimsálfu studdi þá tillögu. UEFA var því ekki einu sinni sameinað í andstöðu sinni gegn Blatter. „Það var hægt að lesa á milli línanna og í stöðuna eftir þetta þing,“ segir Geir, en ljóst má vera að fyrst Platini á ekki möguleika gegn Blatter þá á það líklega enginn. Þess vegna hefði ekki verið neitt vit í því hjá UEFA að senda annan óþekktari fulltrúa og um leið koma óróa á samband UEFA og FIFA. Það virðist því ekkert geta komið í veg fyrir að Blatter muni hefja sitt fimmta kjörtímabil á næsta ári. Þess utan hafa fimm af sex samböndum FIFA lýst yfir stuðningi við Blatter. Aðeins Evrópa hefur þorað að setja sig að einhverju leyti upp á móti honum. „Það er mjög mikilvægt að standa saman og á bak við þau mál sem skipta okkur máli. Það er hversu mörg sæti Evrópa hefur í lokakeppni HM og hversu marga fulltrúa við eigum í stjórn FIFA. Við þurfum að verja okkar stöðu,“ segir formaður KSÍ. Þótt formannstíð Blatters hafi verið skrautleg og ásakanir um spillingu séu út um allt er staða Blatters í knattspyrnuheiminum ótrúlega sterk. Bakland hans innan hreyfingarinnar er þess eðlis að aðrir geta allt eins sleppt því að bjóða sig fram. Það á enginn möguleika gegn honum. Blatter virðist geta setið á forsetastóli nákvæmlega eins lengi og honum sýnist og klári hann næsta kjörtímabil verður hann búinn að vera forseti sambandsins í 21 ár. Blatter verður þá orðinn 83 ára gamall. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
„Þú veist hvernig bresku blöðin vinna stundum. Það er ekkert til í þessu,“ segir GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, en breski miðillinn Daily Mail hélt því fram að Ísland og Finnland stæðu í vegi fyrir því að fulltrúi frá UEFA byði sig fram í forsetakjöri FIFA á næsta ári. „Ég held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA ef þeir halda að ég hafi getað talað þessa hugmynd niður.“Michel Platini, forseti UEFA, hafði íhugað að bjóða sig fram gegn Blatter. Hann hefur nú látið af þeim hugleiðingum og hefur þess í stað boðið sig fram til þess að stýra UEFA áfram. „Ég steig þarna í pontu og það eina sem ég mælti með var að menn sýndu samstöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er mjög mikilvægt.“ Eftir forsetakjörið hjá FIFA árið 1998, þar sem Blatter lagði þáverandi forseta UEFA, Lennart Johansson, ríkti mikill kuldi í samskiptum FIFA og UEFA í tíu ár. Geir segir ekki gott að slíkt ástand komi upp aftur. Það kom mörgum á óvart að Platini skyldi ekki taka slaginn við Blatter en það var þó ljóst á heimsþingi FIFA fyrir HM í sumar að Platini myndi ekki eiga möguleika gegn Blatter.UEFA stendur ekki saman Á þinginu kom UEFA fram með tvær tillögur, aðra um aldurstakmark á forseta FIFA. Þá tillögu studdu aðeins 33 af 54 fulltrúum UEFA á þinginu. Enginn fulltrúi annarrar heimsálfu studdi þá tillögu. UEFA var því ekki einu sinni sameinað í andstöðu sinni gegn Blatter. „Það var hægt að lesa á milli línanna og í stöðuna eftir þetta þing,“ segir Geir, en ljóst má vera að fyrst Platini á ekki möguleika gegn Blatter þá á það líklega enginn. Þess vegna hefði ekki verið neitt vit í því hjá UEFA að senda annan óþekktari fulltrúa og um leið koma óróa á samband UEFA og FIFA. Það virðist því ekkert geta komið í veg fyrir að Blatter muni hefja sitt fimmta kjörtímabil á næsta ári. Þess utan hafa fimm af sex samböndum FIFA lýst yfir stuðningi við Blatter. Aðeins Evrópa hefur þorað að setja sig að einhverju leyti upp á móti honum. „Það er mjög mikilvægt að standa saman og á bak við þau mál sem skipta okkur máli. Það er hversu mörg sæti Evrópa hefur í lokakeppni HM og hversu marga fulltrúa við eigum í stjórn FIFA. Við þurfum að verja okkar stöðu,“ segir formaður KSÍ. Þótt formannstíð Blatters hafi verið skrautleg og ásakanir um spillingu séu út um allt er staða Blatters í knattspyrnuheiminum ótrúlega sterk. Bakland hans innan hreyfingarinnar er þess eðlis að aðrir geta allt eins sleppt því að bjóða sig fram. Það á enginn möguleika gegn honum. Blatter virðist geta setið á forsetastóli nákvæmlega eins lengi og honum sýnist og klári hann næsta kjörtímabil verður hann búinn að vera forseti sambandsins í 21 ár. Blatter verður þá orðinn 83 ára gamall.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira