Innlent

Þrjú særð eftir fólskulega árás

Bjarki Ármannsson skrifar
Miðbær Reykjavíkur.
Miðbær Reykjavíkur. Vísir/Hari
Tvær konur og einn karl urðu fyrir fólskulegri árás á skemmtistaðnum Park á Hverfisgötu í nótt. Samkvæmt bókun lögreglu veittust tveir karlar að þeim og börðu í höfuðið með flöskum. Reyndi annar þeirra að brjóta flösku áður en hann notaði hana sem vopn.

Mennirnir komust undan en þau sem fyrir árásinni urðu voru flutt á slysadeild. Önnur konan fór úr axlarlið í árásinni, hin brákaði bein í hendinni og karlmaðurinn hlaut heilahristing og þurfti að fá spor.

„Þetta er það leiðinlega sem gerist um helgar, þegar einhverjir jólasveinar taka sig til og eru með stæla,“ segir Össur Hafþórsson, eigandi Park. „Það brutust út tvisvar svona hópslagsmál, fólk slegið og sparkað og menn sýndu sínar verstu hliðar.“

Hann segir málið í rannsókn hjá lögreglu og að lítið liggi fyrir að svo stöddu.

„Ég veit þó að þau sem lentu í þessu ætla sér að kæra.“


Tengdar fréttir

Barinn af fjórum óþekktum mönnum

Fjórir karlmenn voru handteknir í verslun við Eiðistorg í gærkvöldi fyrir að ráðast á mann og sparka ítrekað í höfuð hans. Mennirnir voru allir vistaðir í fangageymslu en ekki er vitað hverjir þeir eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×