Innlent

Barinn af fjórum óþekktum mönnum

Bjarki Ármannsson skrifar
Árásin átti sér stað við Eiðistorg í gærkvöldi.
Árásin átti sér stað við Eiðistorg í gærkvöldi. Vísir/Hari
Fjórir karlmenn voru handteknir í verslun við Eiðistorg í gærkvöldi fyrir að ráðast á mann og sparka ítrekað í höfuð hans. Að sögn lögreglu voru mennirnir allir mjög ölvaðir, allir útlendingar, án skilríkja og neituðu að gefa upp nafn. Mennirnir voru allir vistaðir í fangageymslu en ekki er vitað hverjir þeir eru.

Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild. Hann var að sögn með áverka í andliti og mjög bólginn. Hann er íbúi í grennd við verslunarmiðstöðina og kveðst aldrei hafa séð fjórmenningana fyrr.

Einnig urðu karl og kona á þrítugsaldri fyrir því að tveir karlar veittust að þeim og börðu þau í höfuð með flöskum í gærnótt. Árásarmennirnir komust undan en þau sem fyrir árásinni urðu voru bæði flutt á slysadeild. Samkvæmt bókun lögreglu var árásin mjög fólskuleg og reyndi annar árásaraðilinn að brjóta flöskuna áður en hann notaði hana sem vopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×