Maðurinn sem stal sjálfum sér Birta Björnsdóttir skrifar 25. maí 2014 19:30 Ævintýralegt lífshlaup Hans nokkurs Jónatans er efniviður væntanlegrar ævisögu sem mannfræðingurinn Gísli Pálsson ritar. „Hann var þræll fæddur á St. Croix í Vestur Indíum, 1784 á plantekru sem var í eigi danskra sykurbaróna. Hann ólst upp að hluta til á St. Croix en fluttist ungur að árum til Danmerkur með eigendum sínum og fjölskyldu,“ segir Gísli. En saga Hans Jónatans endaði ekki þar, eftir að hafa tapað málaferlum gegn eigendum sínum í frægum réttarhöldum í Danskri réttarsögu stakk hann af og endaði hér á landi. „Líklega í gegnum tengsl við danska verslunarmenn sem voru við Djúpavogsverslun. Hann settist þar að, hvort sem það var upphaflega ætlunin, og bjó þar til dauðadags.“ Og þaðan er titill bókarinar kominn. Bókin kemur út í haust, en hún ber titilinn Hans Jónatan: Maðurinn sem stal sjálfum sér. „Dramað er að hluta til það að hann er fæddur þræll og sjálfstæðibarátta hans sem unglings snýst að miklu leyti um það losna úr hlekkjunum. Dómsmálinu lauk með því að eigandi hans festi í sessi eignarhaldið yfir honum. En hann eignaðist sjálfan sig á ný með því að stinga af. Hann stal sjálfum sér,“ segir Gísli. „Það er mjög margt í þessari sögu sem heillaði mig, menningarárekstrar, heimsveldið og furðuleg tengsl milli St. Croix og Íslands í gegnum Danmörku. Og svo auðvitað litarhaft og kynþáttur. Hann lítur öðruvísi út en aðrir Íslendingar. Það má segja að þetta sé fyrsti litaði maðurinn sem settist að á Íslandi á síðari tímum. Það vekur svo upp spurningar um hvernig fólk bregst við þeim sem eru öðruvísi og hvað það er að vera öðruvísi.“Svartur í sumarhúsum „Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi mætt mótstöðu vegna kynþáttar eða annars. Þvert á móti var hann vinsæll verslunarmaður og fór af honum gott orð. Hann kvæntist glæislegri konu og inn í góða ætt og allar sögur sem til eru af honum eru mjög jákvæðar,“ segir Gísli. „En viðtöl við afkomendur benda til þess að barnabörn og fleiri hafi fundið fyrir mótlæti af þessum sökum. Í sjálfstæðisbaráttunni áttu allir að vera hreinir og norrænir og sumir af afkomendum fóru dult með þennan uppruna. En það er löngu búið í dag og afkomendur Hans Jónatans áhugasamir um uppruna sinn.“ Gísli segir að saga Hans Jónatans annars vegar og svo afkomenda hans hinsvegar megi að vissu leyti heimfæra upp á sögu og þróun kynþáttahyggju í heiminum. „Saga Hans Jónatans segir töluvert um viðhorf í danska stórveldinu á sínum tíma, um örlög litaðra og svartra. Einnig endurspeglar þetta sveiflur í viðhorfum Íslendinga til fólks sem talið er öðruvísi, hvernig sem það er svo skilgreint,“ segir Gísli. Hann segir að saga Hans Jónatans hafi ratað til sín fyrir hálfgerða tilviljun, eins og svo margt annað. „Ég sá um hann sjónvarpsmynd fyrir mörgum árum og einhvernvegin lét þessi saga mig ekki í friði. Ég hef verið að sanka að mér gögnum um sögu hans og setið svo við skriftir undanfarin tvö ár. Það er mjög margt í þessarri sögu sem heillaði mig.“ Bókin um Hans Jónatan, mannin sem stal sjálfum sér kemur út í haust, en þá eru 230 ár liðin frá fæðingu hans. Einnig er fyrirhugðuð sýning á Djúpavogi þar sem Hans bjó og starfaði og þá er í bígerð heimildarmyndin Svartur í Sumarhúsum, sem fjallar um ævintýralegt lífshlaup Hans Jónatans, þrælsins sem varð verslunarmaður á Djúpavogi. Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Ævintýralegt lífshlaup Hans nokkurs Jónatans er efniviður væntanlegrar ævisögu sem mannfræðingurinn Gísli Pálsson ritar. „Hann var þræll fæddur á St. Croix í Vestur Indíum, 1784 á plantekru sem var í eigi danskra sykurbaróna. Hann ólst upp að hluta til á St. Croix en fluttist ungur að árum til Danmerkur með eigendum sínum og fjölskyldu,“ segir Gísli. En saga Hans Jónatans endaði ekki þar, eftir að hafa tapað málaferlum gegn eigendum sínum í frægum réttarhöldum í Danskri réttarsögu stakk hann af og endaði hér á landi. „Líklega í gegnum tengsl við danska verslunarmenn sem voru við Djúpavogsverslun. Hann settist þar að, hvort sem það var upphaflega ætlunin, og bjó þar til dauðadags.“ Og þaðan er titill bókarinar kominn. Bókin kemur út í haust, en hún ber titilinn Hans Jónatan: Maðurinn sem stal sjálfum sér. „Dramað er að hluta til það að hann er fæddur þræll og sjálfstæðibarátta hans sem unglings snýst að miklu leyti um það losna úr hlekkjunum. Dómsmálinu lauk með því að eigandi hans festi í sessi eignarhaldið yfir honum. En hann eignaðist sjálfan sig á ný með því að stinga af. Hann stal sjálfum sér,“ segir Gísli. „Það er mjög margt í þessari sögu sem heillaði mig, menningarárekstrar, heimsveldið og furðuleg tengsl milli St. Croix og Íslands í gegnum Danmörku. Og svo auðvitað litarhaft og kynþáttur. Hann lítur öðruvísi út en aðrir Íslendingar. Það má segja að þetta sé fyrsti litaði maðurinn sem settist að á Íslandi á síðari tímum. Það vekur svo upp spurningar um hvernig fólk bregst við þeim sem eru öðruvísi og hvað það er að vera öðruvísi.“Svartur í sumarhúsum „Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi mætt mótstöðu vegna kynþáttar eða annars. Þvert á móti var hann vinsæll verslunarmaður og fór af honum gott orð. Hann kvæntist glæislegri konu og inn í góða ætt og allar sögur sem til eru af honum eru mjög jákvæðar,“ segir Gísli. „En viðtöl við afkomendur benda til þess að barnabörn og fleiri hafi fundið fyrir mótlæti af þessum sökum. Í sjálfstæðisbaráttunni áttu allir að vera hreinir og norrænir og sumir af afkomendum fóru dult með þennan uppruna. En það er löngu búið í dag og afkomendur Hans Jónatans áhugasamir um uppruna sinn.“ Gísli segir að saga Hans Jónatans annars vegar og svo afkomenda hans hinsvegar megi að vissu leyti heimfæra upp á sögu og þróun kynþáttahyggju í heiminum. „Saga Hans Jónatans segir töluvert um viðhorf í danska stórveldinu á sínum tíma, um örlög litaðra og svartra. Einnig endurspeglar þetta sveiflur í viðhorfum Íslendinga til fólks sem talið er öðruvísi, hvernig sem það er svo skilgreint,“ segir Gísli. Hann segir að saga Hans Jónatans hafi ratað til sín fyrir hálfgerða tilviljun, eins og svo margt annað. „Ég sá um hann sjónvarpsmynd fyrir mörgum árum og einhvernvegin lét þessi saga mig ekki í friði. Ég hef verið að sanka að mér gögnum um sögu hans og setið svo við skriftir undanfarin tvö ár. Það er mjög margt í þessarri sögu sem heillaði mig.“ Bókin um Hans Jónatan, mannin sem stal sjálfum sér kemur út í haust, en þá eru 230 ár liðin frá fæðingu hans. Einnig er fyrirhugðuð sýning á Djúpavogi þar sem Hans bjó og starfaði og þá er í bígerð heimildarmyndin Svartur í Sumarhúsum, sem fjallar um ævintýralegt lífshlaup Hans Jónatans, þrælsins sem varð verslunarmaður á Djúpavogi.
Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira