Hríðskotabyssurnar sem ríkislögreglustjóri hefur fengið var gjöf frá Norðmönnum. Þetta staðfestir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, á Facebook-síðu sinni. Þar svarar hann gagnrýni stjórnarandstöðuþingamanna um forgangsröðun fjármuna.
„Staðreyndirnar eru einfaldar: Byssurnar sem Björn Valur heldur fram að ræni fé úr velferðarkerfinu voru gjöf frá Norðmönnum, sem gott samstarf hefur verið við í löggæslumálefnum í fjölda ára. Svo kostnaðurinn við þau "kaup" er enginn,“ skrifar hann.
Þá bendir hann einnig á að ráðherrar veiti ekki leyfi fyrir einstökum kaupum lögreglu. Vísir fjallaði um það fyrr í dag að lögregla þurfi ekki að bera undir ráðherra eða Alþingi hvar byssur lögregluembætta séu geymdar. Það er þeim í sjálfvald sett að kaupa og geyma byssur í lögreglubílum.
