Mario Balotelli skoraði sigurmark AC Milan í naumum sigri á Hellas Verona í ítölsku deildinni í kvöld. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Verona og spilaði allar 90 mínútur leiksins.
Leikurinn í kvöld var fyrsti leikur AC Milan undir stjórn Clarence Seedorf og var sigurinn sanngjarn. Leikmenn Milan stjórnuðu leiknum en náðu ekki að skora fyrr en Balotelli steig á vítapunktinn stuttu fyrir leikslok og tryggði stigin þrjú.
Alessandro Matri stimplaði sig inn með látum í fyrsta leik sínum fyrir Fiorentina í 3-0 sigri gegn Catania. Matri sem kom á láni frá AC Milan skoraði aðeins eitt mark fyrir áramót fyrir Milan en hefur tvöfaldað það strax í fyrsta leik sínum fyrir Fiorentina.
Ófarir Inter halda áfram en í dag tapaði Inter gegn Genoa 1-0. Inter hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum liðsins.
Úrslit dagsins:
Udinese 2-3 Lazio
Atalanta 1-0 Cagliari
Bologna 2-2 Napoli
Catania 0-3 Fiorentina
Chievo 1-2 Parma
Genoa 1-0 Inter
Sassuolo 0-2 Torino
AC Milan 1-0 Hellas Verona

