Staðfesta að alsírska vélin hrapaði með 116 manns innanborðs Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2014 13:08 Hér má sjá nýlega mynd af vélinni. Hún er í eigu spænska flugfélagsins Swift Air en í leigu hjá Air Algerie. Vísir/AP Alsírska vélin AH5017 hrapaði að sögn alsírskra flugyfirvalda. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Heimildarmaður vildi þó ekki tjá sig um hvar vélin hrapaði eða hvað olli slysinu. Flightradar24 segir í tísti að vélin hafi hrapað í Níger, en utanríkisráðherra Frakklands segir hana hafa hrapað í norðurhluta Malí. 116 manns voru um borð í vélinni, en enn hafa ekki borist fréttir um hvort einhver hafi komist lífs af. Vélin var á leið frá Ouagadougou, höfuðborgar Búrkína Fasó, til Algeirsborgar, höfuðborgar Alsírs. Flugfélagið hefur staðfest að fimmtíu franskir ríkisborgarar hafi verið um borð í vélinni. Þá voru 24 frá Búrkína Fasó, fjórir Líbanir, fjórir Alsíringar, tveir Lúxemborgarar, einn Belgi, einn Svisslendingur, einn Nígeríumaður, einn Kamerúni, einn Úkraínumaður og einn Rúmeni. Áhafnarmeðlimir vélarinnar voru spænskir. Líbönsk yfirvöld fullyrða hins vegar að tíu Líbanir hið minnsta hafi verið um borð í vélinni.110 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni sem var á leið til Algeirsborgar frá höfuðborg Búrkína Fasó.Kort/BBCIssa Saly Maiga, yfirmaður malískra flugstjórnaryfirvalda, segir leit nú standa yfir að flaki vélarinnar. „Við vitum ekki hvort vélin sé á malísku yfirráðasvæði. Flugstjórnaryfirvöld hafa tilkynnt yfirvöldum í Búrkína Fasó, Malí, Níger, Alsír og einnig Spáni um málið.“ Stjórnstöð missti samband við vélina nærri malíska bænum Gao, um 500 kílómetrum frá frá alsírsku landamærunum. Bað flugmaðurinn um að fá að taka krók vegna slæms skyggnis og til að forðast árekstur við aðra vél á leið frá Algeirsborg til Bamoko, höfuðborgar Malí. Misstu menn samband við vélina fljótlega eftir að hún breytti um flugleið.Skrifstofur flugfélagsins í Algeirsborg, höfuðborg Alsír.Vísir/AFPTalsmaður franska hersins segir tvær herþotur á vegum franska hersins nú leita flaksins. Þá hafa nígerskir heimildarmenn Reuters sagt að vélar á vegum nígerska yfirvalda fljúga yfir svæði á landamærum Níger og Malí í leit að vélinni. Vélin, sem er af gerðinni MD-83, var á leigu frá spænska flugfélaginu Swiftair. Á vef Marca segir að umrædd vél hafi á árunum 2007 til 2008 verið leigð spænska knattspyrnuliðinu Real Madrid. Var vélin á þeim tíma nefnd „Örin“. Á vef BBC segir að hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna í Malí telji vélina hafa hrapað milli bæjanna Gao og Tessalit. Svæðið er sérstaklega dreifbýlt, enda í miðri Sahara-eyðimörkinni. Að sögn Koko Essien hershöfðingja á veðrið á svæðinu að hafa verið slæmt. Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna finnast einnig á svæðinu, en Essien segir líklegra að óveðrið hafi orsakað slysið.Vélar frá Air Algérie, sem er ríkisflugfélag Alsír. Það var stofnað árið 1947 og starfar út um allan heim.Vísir/AFPAir Algerie/Swiftair flight #AH5017 EC-LTV is now confirmed crashed in Niger. Still no info about passengers and crew pic.twitter.com/rq0YwHsXxQ— Flightradar24 (@flightradar24) July 24, 2014 Tengdar fréttir Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Alsírska vélin AH5017 hrapaði að sögn alsírskra flugyfirvalda. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Heimildarmaður vildi þó ekki tjá sig um hvar vélin hrapaði eða hvað olli slysinu. Flightradar24 segir í tísti að vélin hafi hrapað í Níger, en utanríkisráðherra Frakklands segir hana hafa hrapað í norðurhluta Malí. 116 manns voru um borð í vélinni, en enn hafa ekki borist fréttir um hvort einhver hafi komist lífs af. Vélin var á leið frá Ouagadougou, höfuðborgar Búrkína Fasó, til Algeirsborgar, höfuðborgar Alsírs. Flugfélagið hefur staðfest að fimmtíu franskir ríkisborgarar hafi verið um borð í vélinni. Þá voru 24 frá Búrkína Fasó, fjórir Líbanir, fjórir Alsíringar, tveir Lúxemborgarar, einn Belgi, einn Svisslendingur, einn Nígeríumaður, einn Kamerúni, einn Úkraínumaður og einn Rúmeni. Áhafnarmeðlimir vélarinnar voru spænskir. Líbönsk yfirvöld fullyrða hins vegar að tíu Líbanir hið minnsta hafi verið um borð í vélinni.110 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni sem var á leið til Algeirsborgar frá höfuðborg Búrkína Fasó.Kort/BBCIssa Saly Maiga, yfirmaður malískra flugstjórnaryfirvalda, segir leit nú standa yfir að flaki vélarinnar. „Við vitum ekki hvort vélin sé á malísku yfirráðasvæði. Flugstjórnaryfirvöld hafa tilkynnt yfirvöldum í Búrkína Fasó, Malí, Níger, Alsír og einnig Spáni um málið.“ Stjórnstöð missti samband við vélina nærri malíska bænum Gao, um 500 kílómetrum frá frá alsírsku landamærunum. Bað flugmaðurinn um að fá að taka krók vegna slæms skyggnis og til að forðast árekstur við aðra vél á leið frá Algeirsborg til Bamoko, höfuðborgar Malí. Misstu menn samband við vélina fljótlega eftir að hún breytti um flugleið.Skrifstofur flugfélagsins í Algeirsborg, höfuðborg Alsír.Vísir/AFPTalsmaður franska hersins segir tvær herþotur á vegum franska hersins nú leita flaksins. Þá hafa nígerskir heimildarmenn Reuters sagt að vélar á vegum nígerska yfirvalda fljúga yfir svæði á landamærum Níger og Malí í leit að vélinni. Vélin, sem er af gerðinni MD-83, var á leigu frá spænska flugfélaginu Swiftair. Á vef Marca segir að umrædd vél hafi á árunum 2007 til 2008 verið leigð spænska knattspyrnuliðinu Real Madrid. Var vélin á þeim tíma nefnd „Örin“. Á vef BBC segir að hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna í Malí telji vélina hafa hrapað milli bæjanna Gao og Tessalit. Svæðið er sérstaklega dreifbýlt, enda í miðri Sahara-eyðimörkinni. Að sögn Koko Essien hershöfðingja á veðrið á svæðinu að hafa verið slæmt. Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna finnast einnig á svæðinu, en Essien segir líklegra að óveðrið hafi orsakað slysið.Vélar frá Air Algérie, sem er ríkisflugfélag Alsír. Það var stofnað árið 1947 og starfar út um allan heim.Vísir/AFPAir Algerie/Swiftair flight #AH5017 EC-LTV is now confirmed crashed in Niger. Still no info about passengers and crew pic.twitter.com/rq0YwHsXxQ— Flightradar24 (@flightradar24) July 24, 2014
Tengdar fréttir Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56