Slegist um sorpið í Ölfusi Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2014 07:40 Jón Þórir hjá Íslenska gámafélaginu er sagður í yfirlýsingu hafa uppi lítilsigldar persónulegar árásir á Gunnstein Ómarsson sveitarstjóra. visir/vilhelm Jón Þórir Frantzsson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, sagði í gærGunnstein Ómarsson, bæjarstjóra Ölfuss, hafa sýnt ótrúlegan dómgreindarbrest við afgreiðslu sorphirðuútboðs í bænum þar sem útboðsgögnum er haldið leyndum, en, tilboði samkeppnisaðila Gámafélagsins, Gámaþjónustunni var tekið. Gunnsteinn ætlar ekki að gera tilboðsgögn opinber þrátt fyrir úrskurð þar um. Jón Þórir hefur farið fram á það við sýslumann að hann komi að málum til að fá leyndinni aflétt. Í þessu samhengi bendir svo Jón Þórir á margvísleg tengsl Gunnsteins við Gámaþjónustuna. Í gærkvöldi sendi svo Gámaþjónustan frá sér harðorða yfirlýsingu vegna málsins og málatilbúnaðar Jóns Þóris eins og það er orðað. Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri ritar undir yfirlýsinguna og segir veist að Bæjarstjóranum fyrir það eitt að leitast við að virða þann trúnað sem þátttakendum í umræddu útboði var heitið. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að í útboðinu hafi Gámaþjónustan boðið tæpar 74 milljónir í sorphirðu fyrir sveitarfélagið Ölfus til 5 ára en Íslenska gámafélagið rúma 91 milljón í sama verk. Kostnaðaráætlun sveitarfélagsins var 74,8 milljónir.Yfirlýsingin öllvegna málatilbúnaðar Jóns Franzsonar í Fréttablaðinu og á Bylgjunni 3. sept.Íslenska gámafélagið ehf, hefur gert kröfu um aðgang að öllum tilboðsgögnumGámaþjónustunnar hf. , þar á meðal tilboðsskrám, í opinberu útboði á vegumsveitarfélagsins Ölfuss. Krafan var sett fram í miðju útboðsferli, einungis vikueftir að tilboð voru opnuð. Í útboðsgögnum er skýrt tekið fram að tilboðsskrárséu trúnaðarmál og er það í samræmi við áralanga hefð í slíkum útboðum bæðiinnan lands og utan. Þá hefð og þann trúnað vill úrskurðarnefnd umupplýsingamál nú rjúfa, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. A 541/2014, enGámaþjónustan hf. og Sveitarfélagið Ölfus vilja ekki sætta sig við þá niðurstöðu.Ágreiningsmáli þessu verður því skotið til úrskurðar dómstóla eins og eðlilegt erí réttarríki. Þess má geta að bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtökiðnaðarins telja mikilvægt að fá úr þessu skorið fyrir dómsstólum.Hér er tekist á um það hvort tilboðsskrár bjóðenda í opinberum útboðum verðiumsvifalaust aðgengilegar keppinautum þegar við opnun tilboða. Þessi gögneru nákvæm útlistun á því verði sem bjóðendur treysta sér til að bjóða íeinstaka verk- og efnisliði og eiga ekki erindi á borð keppinauta.Gámaþjónustan hf. telur raunar að afhending slíkra gagna kunni að ganga íberhögg við samkeppnislög. Af þeim sökum er brýnt að fá úr því skorið fyrirdómstólum hvort upplýsingaréttur á grundvelli upplýsingalaga geti náð til slíkrafjárhagslegra trúnaðargagna í opinberum útboðum.Gámaþjónustan hf. harmar þær óréttmætu og lítilsigldu persónulegu árásir semforstjóri Íslenska gámafélagsins ehf. hefur beint að Gunnsteini Ómarssyni,sveitarstjóra Ölfus, vegna þessa máls fyrir það eitt að leitast við að virða þanntrúnað sem þátttakendum í umræddu útboði var heitið. Í þessu sambandi mágeta þess að í útboðinu bauð Gámaþjónustan hf. 73,7 millj. kr. í sorphirðu fyirirsveitarfélagið Ölfus til 5 ára en Íslenska gámafélagið ehf. bauð 91,1 millj. kr. ísama verk. Kostnaðaráætlun sveitarfélagsins var 74,8 millj. kr. Gámaþjónustanhf. var því með mjög eðlilegt tilboð í verkið og á þeim grunni var samið.Íslenska gámafélagið ehf. átti tilboð talsvert yfir kostnaðaráætlun. Þessaþjónustu hafði ÍG annast í sveitarfélaginu um langt árabil án útboða.Sveinn Hannessonframkvæmdastjóri ...Uppfært 08:50 Athugasemd blaðamanns Upphafleg fyrirsögn þessarar fréttar var Slegist um sorpið á Selfossi. Ábendingar bárust þegar þess efnis að það stæðist trauðla, enda um annað sveitarfélag að ræða. Takk fyrir það. Blaðamaður hefur sér fátt eitt til afsökunar, ofstuðlunaráráttan hljóp með hann í gönur og er beðist velvirðingar á mistökunum. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Jón Þórir Frantzsson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, sagði í gærGunnstein Ómarsson, bæjarstjóra Ölfuss, hafa sýnt ótrúlegan dómgreindarbrest við afgreiðslu sorphirðuútboðs í bænum þar sem útboðsgögnum er haldið leyndum, en, tilboði samkeppnisaðila Gámafélagsins, Gámaþjónustunni var tekið. Gunnsteinn ætlar ekki að gera tilboðsgögn opinber þrátt fyrir úrskurð þar um. Jón Þórir hefur farið fram á það við sýslumann að hann komi að málum til að fá leyndinni aflétt. Í þessu samhengi bendir svo Jón Þórir á margvísleg tengsl Gunnsteins við Gámaþjónustuna. Í gærkvöldi sendi svo Gámaþjónustan frá sér harðorða yfirlýsingu vegna málsins og málatilbúnaðar Jóns Þóris eins og það er orðað. Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri ritar undir yfirlýsinguna og segir veist að Bæjarstjóranum fyrir það eitt að leitast við að virða þann trúnað sem þátttakendum í umræddu útboði var heitið. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að í útboðinu hafi Gámaþjónustan boðið tæpar 74 milljónir í sorphirðu fyrir sveitarfélagið Ölfus til 5 ára en Íslenska gámafélagið rúma 91 milljón í sama verk. Kostnaðaráætlun sveitarfélagsins var 74,8 milljónir.Yfirlýsingin öllvegna málatilbúnaðar Jóns Franzsonar í Fréttablaðinu og á Bylgjunni 3. sept.Íslenska gámafélagið ehf, hefur gert kröfu um aðgang að öllum tilboðsgögnumGámaþjónustunnar hf. , þar á meðal tilboðsskrám, í opinberu útboði á vegumsveitarfélagsins Ölfuss. Krafan var sett fram í miðju útboðsferli, einungis vikueftir að tilboð voru opnuð. Í útboðsgögnum er skýrt tekið fram að tilboðsskrárséu trúnaðarmál og er það í samræmi við áralanga hefð í slíkum útboðum bæðiinnan lands og utan. Þá hefð og þann trúnað vill úrskurðarnefnd umupplýsingamál nú rjúfa, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. A 541/2014, enGámaþjónustan hf. og Sveitarfélagið Ölfus vilja ekki sætta sig við þá niðurstöðu.Ágreiningsmáli þessu verður því skotið til úrskurðar dómstóla eins og eðlilegt erí réttarríki. Þess má geta að bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtökiðnaðarins telja mikilvægt að fá úr þessu skorið fyrir dómsstólum.Hér er tekist á um það hvort tilboðsskrár bjóðenda í opinberum útboðum verðiumsvifalaust aðgengilegar keppinautum þegar við opnun tilboða. Þessi gögneru nákvæm útlistun á því verði sem bjóðendur treysta sér til að bjóða íeinstaka verk- og efnisliði og eiga ekki erindi á borð keppinauta.Gámaþjónustan hf. telur raunar að afhending slíkra gagna kunni að ganga íberhögg við samkeppnislög. Af þeim sökum er brýnt að fá úr því skorið fyrirdómstólum hvort upplýsingaréttur á grundvelli upplýsingalaga geti náð til slíkrafjárhagslegra trúnaðargagna í opinberum útboðum.Gámaþjónustan hf. harmar þær óréttmætu og lítilsigldu persónulegu árásir semforstjóri Íslenska gámafélagsins ehf. hefur beint að Gunnsteini Ómarssyni,sveitarstjóra Ölfus, vegna þessa máls fyrir það eitt að leitast við að virða þanntrúnað sem þátttakendum í umræddu útboði var heitið. Í þessu sambandi mágeta þess að í útboðinu bauð Gámaþjónustan hf. 73,7 millj. kr. í sorphirðu fyirirsveitarfélagið Ölfus til 5 ára en Íslenska gámafélagið ehf. bauð 91,1 millj. kr. ísama verk. Kostnaðaráætlun sveitarfélagsins var 74,8 millj. kr. Gámaþjónustanhf. var því með mjög eðlilegt tilboð í verkið og á þeim grunni var samið.Íslenska gámafélagið ehf. átti tilboð talsvert yfir kostnaðaráætlun. Þessaþjónustu hafði ÍG annast í sveitarfélaginu um langt árabil án útboða.Sveinn Hannessonframkvæmdastjóri ...Uppfært 08:50 Athugasemd blaðamanns Upphafleg fyrirsögn þessarar fréttar var Slegist um sorpið á Selfossi. Ábendingar bárust þegar þess efnis að það stæðist trauðla, enda um annað sveitarfélag að ræða. Takk fyrir það. Blaðamaður hefur sér fátt eitt til afsökunar, ofstuðlunaráráttan hljóp með hann í gönur og er beðist velvirðingar á mistökunum.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira