Segir utanríkisráðherra tala glannalega Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2014 12:07 Stefán segir að sér finnist umræðan um átökin í Úkraínu stundum einfeldningsleg. vísir/afp/stefán Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, gagnrýnir það að málefni Úkraínu séu dregin inn í umræðu um ESB-samningaviðræður á Íslandi. Stefán skrifar stuttlega um málið á Facebook en í gagnrýni sinni vísar hann meðal annars til ræðu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Alþingi í gær þar sem hann leiddi líkur að því að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Við erum að horfa upp á mjög skuggalega hluti í Úkraínu,“ segir Stefán í samtali við Vísi. „Það er raunveruleg hætta á að þetta land klofni í tvennt. Þetta er aldagömul togstreita þar sem ýmiskonar öfl eru undirliggjandi sem tengjast meðal annars tungumáli, þjóðerni og öðru slíku. Menn eru skíthræddir um að þetta geti endað með ósköpum. Við þessar aðstæður finnst manni það rosalega billegt og smekklaust að taka þetta í hálfgerðri dægurumræðu á Íslandi um einhverja skýrslu um Evrópusambandið og nota þetta til að fella einhverjar keilur þar.“ Stefán segir utanríkisráðherra tala glannalega um það að ástandið sé mögulega Evrópusambandinu að kenna. „Eins hef ég séð frá yfirlýstum stuðningsmönnum ESB þar sem menn hafa reynt að tengja þetta saman. Mér finnst það bara frekar sorglegt. Það er fínt að menn takist á um ESB hér heima en þeir eiga ekki að þvæla því saman við mögulega stórhættulegt ástand og borgarastyrjöld. Við eigum bara að lyfta pólitísku umræðunni á hærra plan.“ Þá segir Stefán að sér finnist umræðan um átökin í Úkraínu oft og tíðum einfeldningsleg og segir hann of algengt að menn grípi til tvíhyggju þegar þeir reyna að skilja átök. „Sérstaklega í þessum heimshluta. Við erum með tvær fylkingar. Lýðræðissinnana sem standa okkur nálægt í vestri og svo einræðissinna, kommúnista og slíkt, og við reynum að finna okkur fylkingu, okkar menn á staðnum.“ Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli upp á líf og dauða Gústaf Baldvinsson var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkovitsj, forseta Úkraínu. 4. febrúar 2014 13:14 Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Köstuðu steinum í lögreglu Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá. 18. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, gagnrýnir það að málefni Úkraínu séu dregin inn í umræðu um ESB-samningaviðræður á Íslandi. Stefán skrifar stuttlega um málið á Facebook en í gagnrýni sinni vísar hann meðal annars til ræðu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Alþingi í gær þar sem hann leiddi líkur að því að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Við erum að horfa upp á mjög skuggalega hluti í Úkraínu,“ segir Stefán í samtali við Vísi. „Það er raunveruleg hætta á að þetta land klofni í tvennt. Þetta er aldagömul togstreita þar sem ýmiskonar öfl eru undirliggjandi sem tengjast meðal annars tungumáli, þjóðerni og öðru slíku. Menn eru skíthræddir um að þetta geti endað með ósköpum. Við þessar aðstæður finnst manni það rosalega billegt og smekklaust að taka þetta í hálfgerðri dægurumræðu á Íslandi um einhverja skýrslu um Evrópusambandið og nota þetta til að fella einhverjar keilur þar.“ Stefán segir utanríkisráðherra tala glannalega um það að ástandið sé mögulega Evrópusambandinu að kenna. „Eins hef ég séð frá yfirlýstum stuðningsmönnum ESB þar sem menn hafa reynt að tengja þetta saman. Mér finnst það bara frekar sorglegt. Það er fínt að menn takist á um ESB hér heima en þeir eiga ekki að þvæla því saman við mögulega stórhættulegt ástand og borgarastyrjöld. Við eigum bara að lyfta pólitísku umræðunni á hærra plan.“ Þá segir Stefán að sér finnist umræðan um átökin í Úkraínu oft og tíðum einfeldningsleg og segir hann of algengt að menn grípi til tvíhyggju þegar þeir reyna að skilja átök. „Sérstaklega í þessum heimshluta. Við erum með tvær fylkingar. Lýðræðissinnana sem standa okkur nálægt í vestri og svo einræðissinna, kommúnista og slíkt, og við reynum að finna okkur fylkingu, okkar menn á staðnum.“
Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli upp á líf og dauða Gústaf Baldvinsson var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkovitsj, forseta Úkraínu. 4. febrúar 2014 13:14 Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Köstuðu steinum í lögreglu Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá. 18. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Mótmæli upp á líf og dauða Gústaf Baldvinsson var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkovitsj, forseta Úkraínu. 4. febrúar 2014 13:14
Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30
Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08
Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30
35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47
„Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30
Köstuðu steinum í lögreglu Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá. 18. febrúar 2014 11:15