200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 27. september 2014 09:00 Hátt í 200 sérnámslæknar sem eru í námi erlendis og læknanemar á Íslandi ætla ekki að ráða sig til starfa hér á landi næsta sumar nema samið verði við lækna. Vísir/Getty Læknar hafa verið samningslausir í átta mánuði og nú er þolinmæði þeirra á þrotum. Hátt í 200 læknanemar og sérnámslæknar í útlöndum segjast ekki ætla að starfa á Íslandi næsta sumar verði ekki skrifað undir nýjan kjarasamning við þá á næstunni. Þeir segja að fáar stéttir háskólamenntaðra manna séu með jafn léleg laun og þeir. Grunnlaun kandídats að loknu sex ára námi eru nú 343 þúsund krónur á mánuði. „Það eru margir sem halda að almennir læknar séu hálaunafólk en svo er ekki. Þeir almennu læknar sem starfa á vöktum fá vaktaálag og það hækkar launin talsvert en það eru ekkert allir sem vilja vinna á vöktum eða geta unnið á vöktum. Þess vegna förum við fram á verulega hækkun grunnlauna,“ segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður Félags læknanema. Hún segir að aðstæður sem aðstoðarlæknar búi við séu ekki sérlega góðar. „Vinnuálag og sú ábyrgð sem þeir bera er mikil,“ segir Ragnhildur. „Aðstæðurnar eru ekkert sérlega góðar eins og á Landspítalanum. Það er þó búið að bæta margt á einu ári eins og á lyflækningasviðinu þar sem ástandið var afleitt. Það er þó margt sem má bæta á spítalanum en það verður ekki ekki gert á einni nóttu,“ segir hún og bætir við að það séu launin fyrst og fremst sem læknakandídatar séu óánægðir með.Arna Reynisdóttir42 verðandi læknakandídatar á lokaári hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að sækja um eða ráða sig í stöðu aðstoðarlæknis eða aðra sambærilega stöðu á Íslandi frá og með 1. júní 2015 hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Auk þeirra hafa læknanemar sem eru komnir jafn langt í námi í Ungverjalandi, Slóvakíu og á Norðurlöndunum og víðar lýst því sama yfir. Þessa dagana er verið að safna undirskriftum frá nemum á fjórða og fimmta ári um að þeir komi að óbreyttu ekki til starfa næsta sumar í heilbrigðiskerfinu. Til þessa hafa fjórða og fimmta árs læknanemar fengið tímabundið læknaleyfi til að starfa á sumrin. Arna Reynisdóttir er formaður Félags læknanema í Ungverjalandi. Hún segir að þótt flesta læknanema dreymi um að koma heim sjái fæstir það sem raunhæfan kost. „Margir fara heim til Íslands og taka kandídatsnámið þar, í því felst gífurleg reynsla. En fólk hefur ekki hug á að starfa á Íslandi til lengri tíma,“ segir Arna.Ragnhildur HauksdóttirHún segir að læknanemar séu óánægðir með þau launakjör sem bjóðast. „Sú staðreynd að læknastéttin á Íslandi er lægst launaða háskólastéttin er alls ekki uppörvandi. Sorglegast þykir okkur þó að bág kjör og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er vandamál sem hefur viðgengist í fjöldamörg ár og ekkert virðist ætla að breytast. Okkur er ekki gefin nein von um að ástandið muni fara batnandi,“ segir Arna. Sérnámslæknar erlendis eru sömuleiðis afar óánægðir með kjör sín. Um eitt hundrað þeirra hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að snúa aftur til Íslands úr sérnámi eða séu að íhuga að skipta um starfsvettvang ef ekki verður gerð meiriháttar leiðrétting á kjörum strax. Í yfirlýsingu til heilbrigðisráðherra minna þeir á að uppsagnarfrestur hjá almennum læknum sé einn mánuður og því sé mikilvægt að bregðast hratt við. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Læknar hafa verið samningslausir í átta mánuði og nú er þolinmæði þeirra á þrotum. Hátt í 200 læknanemar og sérnámslæknar í útlöndum segjast ekki ætla að starfa á Íslandi næsta sumar verði ekki skrifað undir nýjan kjarasamning við þá á næstunni. Þeir segja að fáar stéttir háskólamenntaðra manna séu með jafn léleg laun og þeir. Grunnlaun kandídats að loknu sex ára námi eru nú 343 þúsund krónur á mánuði. „Það eru margir sem halda að almennir læknar séu hálaunafólk en svo er ekki. Þeir almennu læknar sem starfa á vöktum fá vaktaálag og það hækkar launin talsvert en það eru ekkert allir sem vilja vinna á vöktum eða geta unnið á vöktum. Þess vegna förum við fram á verulega hækkun grunnlauna,“ segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður Félags læknanema. Hún segir að aðstæður sem aðstoðarlæknar búi við séu ekki sérlega góðar. „Vinnuálag og sú ábyrgð sem þeir bera er mikil,“ segir Ragnhildur. „Aðstæðurnar eru ekkert sérlega góðar eins og á Landspítalanum. Það er þó búið að bæta margt á einu ári eins og á lyflækningasviðinu þar sem ástandið var afleitt. Það er þó margt sem má bæta á spítalanum en það verður ekki ekki gert á einni nóttu,“ segir hún og bætir við að það séu launin fyrst og fremst sem læknakandídatar séu óánægðir með.Arna Reynisdóttir42 verðandi læknakandídatar á lokaári hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að sækja um eða ráða sig í stöðu aðstoðarlæknis eða aðra sambærilega stöðu á Íslandi frá og með 1. júní 2015 hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Auk þeirra hafa læknanemar sem eru komnir jafn langt í námi í Ungverjalandi, Slóvakíu og á Norðurlöndunum og víðar lýst því sama yfir. Þessa dagana er verið að safna undirskriftum frá nemum á fjórða og fimmta ári um að þeir komi að óbreyttu ekki til starfa næsta sumar í heilbrigðiskerfinu. Til þessa hafa fjórða og fimmta árs læknanemar fengið tímabundið læknaleyfi til að starfa á sumrin. Arna Reynisdóttir er formaður Félags læknanema í Ungverjalandi. Hún segir að þótt flesta læknanema dreymi um að koma heim sjái fæstir það sem raunhæfan kost. „Margir fara heim til Íslands og taka kandídatsnámið þar, í því felst gífurleg reynsla. En fólk hefur ekki hug á að starfa á Íslandi til lengri tíma,“ segir Arna.Ragnhildur HauksdóttirHún segir að læknanemar séu óánægðir með þau launakjör sem bjóðast. „Sú staðreynd að læknastéttin á Íslandi er lægst launaða háskólastéttin er alls ekki uppörvandi. Sorglegast þykir okkur þó að bág kjör og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er vandamál sem hefur viðgengist í fjöldamörg ár og ekkert virðist ætla að breytast. Okkur er ekki gefin nein von um að ástandið muni fara batnandi,“ segir Arna. Sérnámslæknar erlendis eru sömuleiðis afar óánægðir með kjör sín. Um eitt hundrað þeirra hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að snúa aftur til Íslands úr sérnámi eða séu að íhuga að skipta um starfsvettvang ef ekki verður gerð meiriháttar leiðrétting á kjörum strax. Í yfirlýsingu til heilbrigðisráðherra minna þeir á að uppsagnarfrestur hjá almennum læknum sé einn mánuður og því sé mikilvægt að bregðast hratt við.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira