Nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp, en Hull hefur staðfest að Hernandez hafi kostað meira en Jake Livermore sem varð dýrasti leikmaður félagsins þegar Hull greiddi um átta milljónir punda fyrir hann fyrr í sumar.
„Við gerðum frábær kaup í Abel og þau sýna hversu langt félagið er komið,“ sagði Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull, í dag.
„Hann er spennandi leikmaður og ég er viss um að stuðningsmennirnir, líkt og ég, hlakki til að sjá hann spila.“
Hull er með fjögur stig eftir þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni.
NEW SIGNING: We are delighted to have completed the signing of Abel Hernandez from Serie A side Palermo #UTT pic.twitter.com/sZ2NV4N4IK
— Hull City Official (@HullCity) September 1, 2014