Innlent

Jón Gnarr hlýtur friðarverðlaun Lennon Ono

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilkynningu á Facebook-síðu Ono segir að Jón hafi sýnt fram á að stjórnmál séu í þágu fólks og í höndum þess.
Í tilkynningu á Facebook-síðu Ono segir að Jón hafi sýnt fram á að stjórnmál séu í þágu fólks og í höndum þess. Vísir/GVA
Yoko Ono hefur tilkynnt að Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, sé einn fjögurra sem hlýtur Lennon Ono friðarverðlaunin árið 2014. Afhending fer fram í Reykjavík þann 9. október næstkomandi.

Í tilkynningu á Facebook-síðu Ono segir að Jón hafi sýnt fram á að stjórnmál séu í þágu fólks og í höndum þess.

Jón hlýtur verðlaunin ásamt Jann Wenner, einn stofnanda og útgefanda tímaritsins Rolling Stone, Jeremy Gilley, upphafsmann Peace One Day samtakanna, og Doreen Remen og Yvonne Force Villareal, stofnanda Art Production sjóðsins.

Ono segist vera mjög ánægð að heiðra þessa einstaklinga og veita þeim þá viðurkenningu sem í hennar augum sé tákn þeirrar vinnu sem John Lennon og hún unnu saman að.

Verðlaunin hafa verið afhent annað hvert ár frá árinu 2002. Tónlistarkonan Lady Gaga, rússneska sveitin Pussy Riot og rithöfundurinn Christopher Hitchens voru meðal þeirra sem hlutu verðlaunin árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×