Forsætisráðherra vissi ekki af uppsögnum í Stjórnarráðinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. nóvember 2014 16:45 "Við erum mjög ánægð með það fólk sem vinnur í ræstingum og lítum á þær sem hluta af hópnum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra komst að því í fjölmiðlum að átján konum hefði verið sagt upp í Stjórnarráði Íslands. Hann furðar sig á myndbirtingum fjölmiðla af Stjórnarráðshúsinu þar sem engum var sagt upp í Stjórnarráðinu sjálfu. Þetta kom fram í máli hans í viðtalsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Öll ráðuneyti heyra undir Stjórnarráð Íslands en í tilkynningu frá Eflingu var ekki tilgreint í hvaða ráðuneytum konurnar störfuðu. „Þar [í Stjórnarráðinu] erum við ekki að segja upp ræstingarfólki og það stendur ekki til. Við erum mjög ánægð með það fólk sem vinnur í ræstingum og lítum á þær sem hluta af hópnum. Reyndar vinna þær alveg einstaklega gott starf og það hefur ekki verið inni í myndinni,“ sagði Sigmundur. Hann sagði mikilvægt að skapa traust á milli fólks á vinnustað og þá sér í lagi þegar það vinnan er unnin áberandi vel. „Ekki hvað síst í stjórnkerfinu þar sem jafnvel eru ýmis trúnaðargögn og menn þurfa að geta reitt sig á það að það séu allir með í liðinu. Þannig að við höfum ekkert verið að velta fyrir okkur að ráða annað fólk í ræstingarnar. Allavega veit ég ekki til þess og myndi vita af í mínu ráðuneyti.“ Talsvert hefur verið fjallað um tíðindi sem bárust frá Eflingu í gær um uppsagnir Stjórnarráðsins á ræstingarfólki. Sex þeirra kvenna sem misstu vinnuna eru eldri en sextíu ára og sjö á aldrinum fimmtíu til sextíu ára. Starfshlutfall þeirra var um 60-70 prósent og voru þær með um 260 þúsund krónur í laun á mánuði. Tengdar fréttir Ræstingakonurnar voru að fá 260 þúsund krónur á mánuði Nú fá þær að hlaupa hraðar fyrir lágmarkslaun og minni réttindi en 214 þúsund krónur eru lágmarkslaun fyrir fullt starf. 5. nóvember 2014 12:48 Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Stjórnarráðið hefur sagt upp átján ræstingarkonum. Lokahnykkurinn á uppsögnum ræstingarfólks í Eflingu hjá ríkinu. Flestar konurnar enda á atvinnuleysisskrá. 5. nóvember 2014 12:37 Ríkið segir upp átján konum Konurnar eru allar íslenskar og eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þær störfuðu við ræstingar og var starfshlutfall þeirra um 60-70 prósent. 4. nóvember 2014 16:46 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra komst að því í fjölmiðlum að átján konum hefði verið sagt upp í Stjórnarráði Íslands. Hann furðar sig á myndbirtingum fjölmiðla af Stjórnarráðshúsinu þar sem engum var sagt upp í Stjórnarráðinu sjálfu. Þetta kom fram í máli hans í viðtalsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Öll ráðuneyti heyra undir Stjórnarráð Íslands en í tilkynningu frá Eflingu var ekki tilgreint í hvaða ráðuneytum konurnar störfuðu. „Þar [í Stjórnarráðinu] erum við ekki að segja upp ræstingarfólki og það stendur ekki til. Við erum mjög ánægð með það fólk sem vinnur í ræstingum og lítum á þær sem hluta af hópnum. Reyndar vinna þær alveg einstaklega gott starf og það hefur ekki verið inni í myndinni,“ sagði Sigmundur. Hann sagði mikilvægt að skapa traust á milli fólks á vinnustað og þá sér í lagi þegar það vinnan er unnin áberandi vel. „Ekki hvað síst í stjórnkerfinu þar sem jafnvel eru ýmis trúnaðargögn og menn þurfa að geta reitt sig á það að það séu allir með í liðinu. Þannig að við höfum ekkert verið að velta fyrir okkur að ráða annað fólk í ræstingarnar. Allavega veit ég ekki til þess og myndi vita af í mínu ráðuneyti.“ Talsvert hefur verið fjallað um tíðindi sem bárust frá Eflingu í gær um uppsagnir Stjórnarráðsins á ræstingarfólki. Sex þeirra kvenna sem misstu vinnuna eru eldri en sextíu ára og sjö á aldrinum fimmtíu til sextíu ára. Starfshlutfall þeirra var um 60-70 prósent og voru þær með um 260 þúsund krónur í laun á mánuði.
Tengdar fréttir Ræstingakonurnar voru að fá 260 þúsund krónur á mánuði Nú fá þær að hlaupa hraðar fyrir lágmarkslaun og minni réttindi en 214 þúsund krónur eru lágmarkslaun fyrir fullt starf. 5. nóvember 2014 12:48 Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Stjórnarráðið hefur sagt upp átján ræstingarkonum. Lokahnykkurinn á uppsögnum ræstingarfólks í Eflingu hjá ríkinu. Flestar konurnar enda á atvinnuleysisskrá. 5. nóvember 2014 12:37 Ríkið segir upp átján konum Konurnar eru allar íslenskar og eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þær störfuðu við ræstingar og var starfshlutfall þeirra um 60-70 prósent. 4. nóvember 2014 16:46 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Ræstingakonurnar voru að fá 260 þúsund krónur á mánuði Nú fá þær að hlaupa hraðar fyrir lágmarkslaun og minni réttindi en 214 þúsund krónur eru lágmarkslaun fyrir fullt starf. 5. nóvember 2014 12:48
Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Stjórnarráðið hefur sagt upp átján ræstingarkonum. Lokahnykkurinn á uppsögnum ræstingarfólks í Eflingu hjá ríkinu. Flestar konurnar enda á atvinnuleysisskrá. 5. nóvember 2014 12:37
Ríkið segir upp átján konum Konurnar eru allar íslenskar og eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þær störfuðu við ræstingar og var starfshlutfall þeirra um 60-70 prósent. 4. nóvember 2014 16:46