Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2014 12:37 „Þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ vísir/stefán Átján ræstingarkonum hjá stjórnarráðinu hefur verið sagt upp störfum í sparnaðarskyni og verður þjónustan þess í stað keypt af verktakafyrirtæki. Talsmaður Eflingar segir þetta vera konur á seinniparti starfsævinnar sem eigi mjög erfitt með að finna aðra vinnu. Harpa Ólafsdóttir forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar stéttarfélags segir að fyrir um hálfum mánuði hafi félagið fyrst heyrt af því að þetta stæði til og í síðustu viku hafi síðan 18 ræstingarkonur fengið uppsagnarbréf frá fasteignaumsýslu stjórnarráðsins. En ræstingar stjórnarráðsins verða framvegis í höndum verktakafyrirtækja. „Hér er um að ræða íslenskrar konur og margar af þeim á síðasta æviskeiði sínu. Þ.e.a.s. sextíu ára og eldri,“ segir Harpa. Á þessum aldri sé ekki auðvelt að fá aðra vinnu. „Nákvæmlega. Því við höfum gengið í gegnum þetta áður og þar höfum við séð að þessi hópur hefur ekki treyst sér til að taka við starfi sem er undir ræstingarfyrirtæki á almennum markaði þar sem allt aðrar kröfur eru gerðar,“ segir Harpa. Hjá verktakafyrirtækjunum sé t.d. ætlast til þess að ræstingarfólk fari mun hraðar yfir í störfum sínum. „Og mun lægri laun. Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af því að við sjáum að þessi hópur er síðan að fara á atvinnuleysisbætur,“ segir Harpa. Reynslan sýni að fólk sem komið sé yfir fimmtugt eigi mun erfiðara en yngra fólk með að fá aðra vinnu. Þannig sé Fólk á þessum aldri lítill hluti heildarfélagsmanna Eflingar, en stóri hluti félagsmanna á atvinnuleysisskrá. Harpa segir uppsagnir ræstingakvennanna hjá stjórnarráðinu lokahnykkinn á uppsögnum ræstingarfólks hjá ríkinu. „Alla vega sem snýr að okkar hópi (í Eflingu). Við höfum eins og ég sagði staðið í þessu áður og það var Landsspítali sem reið á vaðið strax í kjölfar hrunsins. En síðan tóku aðrar stofnanir við líka og þetta var kannski stærsti hópurinn sem eftir var hjá ríkinu,“ segir Harpa. Hún segir að það yrði fróðlegt að sjá hvað ríkið sparaði í heildina með uppsögnum þessa fólks. „Því ræstingarfyrirtækin eru náttúrlega eru ekki að þessu til að greiða með þessu. Það er auðvitað alveg ljóst því eitthvað munu þau fá fyrir sinn snúð. En það sem snertir einstaklinginn er að hann er að fá lægri laun. Hann er með minni réttindi því t.d. mótframlag í lífeyrissjóði er mun hærra ef þú ert að vinna hjá ríki eða sveitarfélagi. Þannig að það er ákveðinn sparnaður þar,“ segir Harpa Ólafsdóttir. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Átján ræstingarkonum hjá stjórnarráðinu hefur verið sagt upp störfum í sparnaðarskyni og verður þjónustan þess í stað keypt af verktakafyrirtæki. Talsmaður Eflingar segir þetta vera konur á seinniparti starfsævinnar sem eigi mjög erfitt með að finna aðra vinnu. Harpa Ólafsdóttir forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar stéttarfélags segir að fyrir um hálfum mánuði hafi félagið fyrst heyrt af því að þetta stæði til og í síðustu viku hafi síðan 18 ræstingarkonur fengið uppsagnarbréf frá fasteignaumsýslu stjórnarráðsins. En ræstingar stjórnarráðsins verða framvegis í höndum verktakafyrirtækja. „Hér er um að ræða íslenskrar konur og margar af þeim á síðasta æviskeiði sínu. Þ.e.a.s. sextíu ára og eldri,“ segir Harpa. Á þessum aldri sé ekki auðvelt að fá aðra vinnu. „Nákvæmlega. Því við höfum gengið í gegnum þetta áður og þar höfum við séð að þessi hópur hefur ekki treyst sér til að taka við starfi sem er undir ræstingarfyrirtæki á almennum markaði þar sem allt aðrar kröfur eru gerðar,“ segir Harpa. Hjá verktakafyrirtækjunum sé t.d. ætlast til þess að ræstingarfólk fari mun hraðar yfir í störfum sínum. „Og mun lægri laun. Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af því að við sjáum að þessi hópur er síðan að fara á atvinnuleysisbætur,“ segir Harpa. Reynslan sýni að fólk sem komið sé yfir fimmtugt eigi mun erfiðara en yngra fólk með að fá aðra vinnu. Þannig sé Fólk á þessum aldri lítill hluti heildarfélagsmanna Eflingar, en stóri hluti félagsmanna á atvinnuleysisskrá. Harpa segir uppsagnir ræstingakvennanna hjá stjórnarráðinu lokahnykkinn á uppsögnum ræstingarfólks hjá ríkinu. „Alla vega sem snýr að okkar hópi (í Eflingu). Við höfum eins og ég sagði staðið í þessu áður og það var Landsspítali sem reið á vaðið strax í kjölfar hrunsins. En síðan tóku aðrar stofnanir við líka og þetta var kannski stærsti hópurinn sem eftir var hjá ríkinu,“ segir Harpa. Hún segir að það yrði fróðlegt að sjá hvað ríkið sparaði í heildina með uppsögnum þessa fólks. „Því ræstingarfyrirtækin eru náttúrlega eru ekki að þessu til að greiða með þessu. Það er auðvitað alveg ljóst því eitthvað munu þau fá fyrir sinn snúð. En það sem snertir einstaklinginn er að hann er að fá lægri laun. Hann er með minni réttindi því t.d. mótframlag í lífeyrissjóði er mun hærra ef þú ert að vinna hjá ríki eða sveitarfélagi. Þannig að það er ákveðinn sparnaður þar,“ segir Harpa Ólafsdóttir.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira