Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2014 12:37 „Þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ vísir/stefán Átján ræstingarkonum hjá stjórnarráðinu hefur verið sagt upp störfum í sparnaðarskyni og verður þjónustan þess í stað keypt af verktakafyrirtæki. Talsmaður Eflingar segir þetta vera konur á seinniparti starfsævinnar sem eigi mjög erfitt með að finna aðra vinnu. Harpa Ólafsdóttir forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar stéttarfélags segir að fyrir um hálfum mánuði hafi félagið fyrst heyrt af því að þetta stæði til og í síðustu viku hafi síðan 18 ræstingarkonur fengið uppsagnarbréf frá fasteignaumsýslu stjórnarráðsins. En ræstingar stjórnarráðsins verða framvegis í höndum verktakafyrirtækja. „Hér er um að ræða íslenskrar konur og margar af þeim á síðasta æviskeiði sínu. Þ.e.a.s. sextíu ára og eldri,“ segir Harpa. Á þessum aldri sé ekki auðvelt að fá aðra vinnu. „Nákvæmlega. Því við höfum gengið í gegnum þetta áður og þar höfum við séð að þessi hópur hefur ekki treyst sér til að taka við starfi sem er undir ræstingarfyrirtæki á almennum markaði þar sem allt aðrar kröfur eru gerðar,“ segir Harpa. Hjá verktakafyrirtækjunum sé t.d. ætlast til þess að ræstingarfólk fari mun hraðar yfir í störfum sínum. „Og mun lægri laun. Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af því að við sjáum að þessi hópur er síðan að fara á atvinnuleysisbætur,“ segir Harpa. Reynslan sýni að fólk sem komið sé yfir fimmtugt eigi mun erfiðara en yngra fólk með að fá aðra vinnu. Þannig sé Fólk á þessum aldri lítill hluti heildarfélagsmanna Eflingar, en stóri hluti félagsmanna á atvinnuleysisskrá. Harpa segir uppsagnir ræstingakvennanna hjá stjórnarráðinu lokahnykkinn á uppsögnum ræstingarfólks hjá ríkinu. „Alla vega sem snýr að okkar hópi (í Eflingu). Við höfum eins og ég sagði staðið í þessu áður og það var Landsspítali sem reið á vaðið strax í kjölfar hrunsins. En síðan tóku aðrar stofnanir við líka og þetta var kannski stærsti hópurinn sem eftir var hjá ríkinu,“ segir Harpa. Hún segir að það yrði fróðlegt að sjá hvað ríkið sparaði í heildina með uppsögnum þessa fólks. „Því ræstingarfyrirtækin eru náttúrlega eru ekki að þessu til að greiða með þessu. Það er auðvitað alveg ljóst því eitthvað munu þau fá fyrir sinn snúð. En það sem snertir einstaklinginn er að hann er að fá lægri laun. Hann er með minni réttindi því t.d. mótframlag í lífeyrissjóði er mun hærra ef þú ert að vinna hjá ríki eða sveitarfélagi. Þannig að það er ákveðinn sparnaður þar,“ segir Harpa Ólafsdóttir. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Átján ræstingarkonum hjá stjórnarráðinu hefur verið sagt upp störfum í sparnaðarskyni og verður þjónustan þess í stað keypt af verktakafyrirtæki. Talsmaður Eflingar segir þetta vera konur á seinniparti starfsævinnar sem eigi mjög erfitt með að finna aðra vinnu. Harpa Ólafsdóttir forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar stéttarfélags segir að fyrir um hálfum mánuði hafi félagið fyrst heyrt af því að þetta stæði til og í síðustu viku hafi síðan 18 ræstingarkonur fengið uppsagnarbréf frá fasteignaumsýslu stjórnarráðsins. En ræstingar stjórnarráðsins verða framvegis í höndum verktakafyrirtækja. „Hér er um að ræða íslenskrar konur og margar af þeim á síðasta æviskeiði sínu. Þ.e.a.s. sextíu ára og eldri,“ segir Harpa. Á þessum aldri sé ekki auðvelt að fá aðra vinnu. „Nákvæmlega. Því við höfum gengið í gegnum þetta áður og þar höfum við séð að þessi hópur hefur ekki treyst sér til að taka við starfi sem er undir ræstingarfyrirtæki á almennum markaði þar sem allt aðrar kröfur eru gerðar,“ segir Harpa. Hjá verktakafyrirtækjunum sé t.d. ætlast til þess að ræstingarfólk fari mun hraðar yfir í störfum sínum. „Og mun lægri laun. Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af því að við sjáum að þessi hópur er síðan að fara á atvinnuleysisbætur,“ segir Harpa. Reynslan sýni að fólk sem komið sé yfir fimmtugt eigi mun erfiðara en yngra fólk með að fá aðra vinnu. Þannig sé Fólk á þessum aldri lítill hluti heildarfélagsmanna Eflingar, en stóri hluti félagsmanna á atvinnuleysisskrá. Harpa segir uppsagnir ræstingakvennanna hjá stjórnarráðinu lokahnykkinn á uppsögnum ræstingarfólks hjá ríkinu. „Alla vega sem snýr að okkar hópi (í Eflingu). Við höfum eins og ég sagði staðið í þessu áður og það var Landsspítali sem reið á vaðið strax í kjölfar hrunsins. En síðan tóku aðrar stofnanir við líka og þetta var kannski stærsti hópurinn sem eftir var hjá ríkinu,“ segir Harpa. Hún segir að það yrði fróðlegt að sjá hvað ríkið sparaði í heildina með uppsögnum þessa fólks. „Því ræstingarfyrirtækin eru náttúrlega eru ekki að þessu til að greiða með þessu. Það er auðvitað alveg ljóst því eitthvað munu þau fá fyrir sinn snúð. En það sem snertir einstaklinginn er að hann er að fá lægri laun. Hann er með minni réttindi því t.d. mótframlag í lífeyrissjóði er mun hærra ef þú ert að vinna hjá ríki eða sveitarfélagi. Þannig að það er ákveðinn sparnaður þar,“ segir Harpa Ólafsdóttir.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira