Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2014 19:09 Ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir Norðmenn alltaf hafa litið svo á að greitt yrði fyrir 250 hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan fékk frá norska hernum. Samkvæmt samningum eigi að greiða fyrir byssurnar í lok þessa árs og þess næsta. Ekki verði upplýst um önnur vopnaviðskipti landanna að ósk íslenskra stjórnvalda. Georg Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar og talsmanni norska hersins hefur ekki borið saman um hvort 250 hríðskotabyssur frá norska hernum sem komu hingað til lands í febrúar voru seldar eða gefnar til Landhelgisgæslunnar. Forstjórinn og nokkrir aðrir starfsmenn Gæslunnar komu öðru sinni fyrir Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í gær vegna málsins og að þeim fundi loknum sagði forstjórinn. „Ef að gefandinn hefur skipt um skoðun þá nær það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ sagði Georg í gær. Fréttastofan spurðist fyrir um málið á skrifstofu Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra Noregs og fékk svör frá Birgitte Frisch sérstökum ráðgjafa hennar í dag þar sem segir: „Frá norskum bæjardyrum séð var alltaf um sölu að ræða á hríðskotabyssunum sem fluttar voru til Íslands. Hvað varðar síðustu sölu á 250 MP-5s hríðskotabyssum verður íslenskum stjórnvöldum sendur reikningur í lok árs 2014 og aftur í lok árs 2015, samkvæmt samningi og áður gerðum gagnkvæmum samningum,“ segir sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans. Þú fullyrtir engu að síður í fjölmiðlum á dögunum að þetta væri gjöf og þið hefðuð skilið það þannig. Voruð þið þá aldrei með neina pappíra í höndunum frá norskum yfirvöldum um að svo væri? „Við höfum staðið í áratuga samstarfi við Norðmenn. Mjög góðu samstarfi og mjög rausnarlegu samstarfi af þeirra hálfu. Þegið af þeim ýmis konar gjafir og þjónustu í gegnum árin sem eru mun verðmætari og mikilsverðari en þessi gjöf og í ljósi þeirra samskipta máttum við ætla að farið yrði með þetta eins og verið hefur,“ segir Georg. Og vísaði þar m.a. til vopna sem Gæslan fékk frá Norðmönnum árið 2011. Fréttastofan spurði norska varnarmálaráðuneytið einnig út í fyrri vopnasamskipti þjóðanna. „Að beiðni íslenskra stjórnvalda mun norska varnarmálaráðuneytið á þessu stigi máls ekki greina nánar frá flutningi annarra vopna til Íslands,“ segir Birgitte Frisch. Hafið þið óskað eftir því við Norðmenn að þeir skýri þetta út með formlegum hætti? Hvort um gjöf eða sölu sé að ræða? „Við höfum ekki enn stofnað til neinnra formlegra umræða við Norðmenn um þessi mál. Enda hreinlega ekki bara gefist tími til þess. En við munum væntanlega á næstu dögum eða vikum ræða við Norðmenn um framhald þessa máls,“ segir Georg Lárusson. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir Norðmenn alltaf hafa litið svo á að greitt yrði fyrir 250 hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan fékk frá norska hernum. Samkvæmt samningum eigi að greiða fyrir byssurnar í lok þessa árs og þess næsta. Ekki verði upplýst um önnur vopnaviðskipti landanna að ósk íslenskra stjórnvalda. Georg Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar og talsmanni norska hersins hefur ekki borið saman um hvort 250 hríðskotabyssur frá norska hernum sem komu hingað til lands í febrúar voru seldar eða gefnar til Landhelgisgæslunnar. Forstjórinn og nokkrir aðrir starfsmenn Gæslunnar komu öðru sinni fyrir Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í gær vegna málsins og að þeim fundi loknum sagði forstjórinn. „Ef að gefandinn hefur skipt um skoðun þá nær það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ sagði Georg í gær. Fréttastofan spurðist fyrir um málið á skrifstofu Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra Noregs og fékk svör frá Birgitte Frisch sérstökum ráðgjafa hennar í dag þar sem segir: „Frá norskum bæjardyrum séð var alltaf um sölu að ræða á hríðskotabyssunum sem fluttar voru til Íslands. Hvað varðar síðustu sölu á 250 MP-5s hríðskotabyssum verður íslenskum stjórnvöldum sendur reikningur í lok árs 2014 og aftur í lok árs 2015, samkvæmt samningi og áður gerðum gagnkvæmum samningum,“ segir sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans. Þú fullyrtir engu að síður í fjölmiðlum á dögunum að þetta væri gjöf og þið hefðuð skilið það þannig. Voruð þið þá aldrei með neina pappíra í höndunum frá norskum yfirvöldum um að svo væri? „Við höfum staðið í áratuga samstarfi við Norðmenn. Mjög góðu samstarfi og mjög rausnarlegu samstarfi af þeirra hálfu. Þegið af þeim ýmis konar gjafir og þjónustu í gegnum árin sem eru mun verðmætari og mikilsverðari en þessi gjöf og í ljósi þeirra samskipta máttum við ætla að farið yrði með þetta eins og verið hefur,“ segir Georg. Og vísaði þar m.a. til vopna sem Gæslan fékk frá Norðmönnum árið 2011. Fréttastofan spurði norska varnarmálaráðuneytið einnig út í fyrri vopnasamskipti þjóðanna. „Að beiðni íslenskra stjórnvalda mun norska varnarmálaráðuneytið á þessu stigi máls ekki greina nánar frá flutningi annarra vopna til Íslands,“ segir Birgitte Frisch. Hafið þið óskað eftir því við Norðmenn að þeir skýri þetta út með formlegum hætti? Hvort um gjöf eða sölu sé að ræða? „Við höfum ekki enn stofnað til neinnra formlegra umræða við Norðmenn um þessi mál. Enda hreinlega ekki bara gefist tími til þess. En við munum væntanlega á næstu dögum eða vikum ræða við Norðmenn um framhald þessa máls,“ segir Georg Lárusson.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira