Tveir rútubílstjórar fórust í Noregi Freyr Bjarnason skrifar 12. febrúar 2014 07:00 Mikil hálka var á veginum þegar slysið varð í Sokna í Noregi. Lögreglu- og sjúkrabílar voru fljótir á vettvang. Mynd/VG Þrír fórust í Sokna í Noregi þegar flutningabíll með sextugan Íslending við stýrið ók á rútu með níu manns um borð. Rútubílstjórinn, sem var 51 árs, lést ásamt tveimur farþegum. Annar þeirra var sextán ára stúlka en hinn 69 ára karlmaður sem starfaði einnig sem rútubílstjóri. Tveir farþegar rútunnar til viðbótar liggja alvarlega slasaðir á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló eftir að hafa verið fluttir þangað með þyrlu. Flutningabíllinn var á leið frá Bergen til Óslóar. Slysið varð þegar ökumaðurinn bílsins missti stjórn á honum og fór yfir á öfugan vegarhelming. Bíllinn stóð skáhalt á veginum og klessti rútan, sem var á leið frá Osló, á hann. „Þetta er hræðilega sorglegt fyrir fjölskyldur fórnarlambanna en einnig fyrir okkur kollegana,“ sagði Per Steinar Sviggum, forstjóri rútufyrirtækisins Sogn Billag/Netbuss, eiganda rútunnar sem lenti í slysinu í viðtali við VG. Sviggum fundaði í gær með rútubílstjórunum sem starfa hjá fyrirtækinu til að ræða við þá um slysið. Báðir rútubílstjórarnir voru mjög reyndir í fagi sínu. Annar flutningabíll á leið frá Ósló til Førde , einnig með Íslending við stýrið, skall á flutningabílnum skömmu síðar. „Það var gríðarlega mikil hálka og ég reyndi hvað ég gat til að hægja á bifreiðinni, en allt kom fyrir ekki,“ sagði ökumaðurinn Guðjón Guðmundsson, 33 ára, í samtali við NRK. Hann sat fastur í bílnum í stutta stund áður en lögreglan kom á vettvang. Glerhált var á veginum þar sem slysið varð. Fyrr um kvöldið þótti ekki ástæða til að salta vegarkaflann þar sem slysið varð eða setja á hann sand, að því er kom fram á vefsíðu NRK. Eftir að ástand vegarins hafði verið metið byrjaði að rigna á svæðinu og myndaðist mikil ísing eftir að hratt hafði kólnað. Gríðarleg hálka myndaðist því á veginum. Ökumaður flutningabílsins sem ók á rútuna var hvorki undir áhrifum áfengis né vímuefna. Flutningabíllinn var jafnframt á góðum vetrardekkjum, samkvæmt norskum fjölmiðlum. Grunur leikur á að bílstjórinn hafi ekið gáleysislega. „Skýrsla var tekin af manninum, ökuskírteini hans tekið en hann er ekki í varðhaldi,“ sagði Arne Erik Hakonsen, lögreglumaður í Ringeríki í Noregi, í viðtali við Vísi um stöðu Íslendingsins.Tímalína:23.50 Flutningabíll sem ekur eftir þjóðvegi 7 ekur á rútu með níu manns um borð.23.51 Annar flutningabíll skellur á hinum flutningabílnum og rútunni.23.56 Norsku lögreglunni er tilkynnt um slysið.00.11 Lögreglu- og sjúkrabílar koma á vettvang.04.30 Hinum látnu er náð í burtu úr flaki rútunnar.05.45 Yfirheyrslum lýkur yfir ökumanni fyrri flutningabílsins sem ók á rútuna. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Sjá meira
Þrír fórust í Sokna í Noregi þegar flutningabíll með sextugan Íslending við stýrið ók á rútu með níu manns um borð. Rútubílstjórinn, sem var 51 árs, lést ásamt tveimur farþegum. Annar þeirra var sextán ára stúlka en hinn 69 ára karlmaður sem starfaði einnig sem rútubílstjóri. Tveir farþegar rútunnar til viðbótar liggja alvarlega slasaðir á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló eftir að hafa verið fluttir þangað með þyrlu. Flutningabíllinn var á leið frá Bergen til Óslóar. Slysið varð þegar ökumaðurinn bílsins missti stjórn á honum og fór yfir á öfugan vegarhelming. Bíllinn stóð skáhalt á veginum og klessti rútan, sem var á leið frá Osló, á hann. „Þetta er hræðilega sorglegt fyrir fjölskyldur fórnarlambanna en einnig fyrir okkur kollegana,“ sagði Per Steinar Sviggum, forstjóri rútufyrirtækisins Sogn Billag/Netbuss, eiganda rútunnar sem lenti í slysinu í viðtali við VG. Sviggum fundaði í gær með rútubílstjórunum sem starfa hjá fyrirtækinu til að ræða við þá um slysið. Báðir rútubílstjórarnir voru mjög reyndir í fagi sínu. Annar flutningabíll á leið frá Ósló til Førde , einnig með Íslending við stýrið, skall á flutningabílnum skömmu síðar. „Það var gríðarlega mikil hálka og ég reyndi hvað ég gat til að hægja á bifreiðinni, en allt kom fyrir ekki,“ sagði ökumaðurinn Guðjón Guðmundsson, 33 ára, í samtali við NRK. Hann sat fastur í bílnum í stutta stund áður en lögreglan kom á vettvang. Glerhált var á veginum þar sem slysið varð. Fyrr um kvöldið þótti ekki ástæða til að salta vegarkaflann þar sem slysið varð eða setja á hann sand, að því er kom fram á vefsíðu NRK. Eftir að ástand vegarins hafði verið metið byrjaði að rigna á svæðinu og myndaðist mikil ísing eftir að hratt hafði kólnað. Gríðarleg hálka myndaðist því á veginum. Ökumaður flutningabílsins sem ók á rútuna var hvorki undir áhrifum áfengis né vímuefna. Flutningabíllinn var jafnframt á góðum vetrardekkjum, samkvæmt norskum fjölmiðlum. Grunur leikur á að bílstjórinn hafi ekið gáleysislega. „Skýrsla var tekin af manninum, ökuskírteini hans tekið en hann er ekki í varðhaldi,“ sagði Arne Erik Hakonsen, lögreglumaður í Ringeríki í Noregi, í viðtali við Vísi um stöðu Íslendingsins.Tímalína:23.50 Flutningabíll sem ekur eftir þjóðvegi 7 ekur á rútu með níu manns um borð.23.51 Annar flutningabíll skellur á hinum flutningabílnum og rútunni.23.56 Norsku lögreglunni er tilkynnt um slysið.00.11 Lögreglu- og sjúkrabílar koma á vettvang.04.30 Hinum látnu er náð í burtu úr flaki rútunnar.05.45 Yfirheyrslum lýkur yfir ökumanni fyrri flutningabílsins sem ók á rútuna.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Sjá meira