GÆS opnar á Bernhöftstorfu í sumar: "Þetta er draumurinn okkar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. júlí 2014 20:30 Kaffihúsið GÆS er rekið af hópi fimm manns sem útskrifuð eru úr Háskóla Íslands úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Kaffihúsið var upphaflega í Tjarnarbíói en færir sig um set í sumar. Það verður nú í þessum litla kofa sem hópurinn málaði sjálfur í húsakynnum Bauhaus og fært var niður í bæ. „Hann kom á mánudagskvöldið og það var gríðarleg spenna hjá okkur. Við öskruðum og görguðum og hlógum eins og kjánar af því að við vorum orðin svo spennt sko,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, einn rekstraraðili kaffihússins. „Við höfum ástríðu fyrir því sem við erum að gera og við ætlum að vanda okkur. Mjög mikið. Við erum á fullu að undirbúa og það gengur bara ágætlega.“ Öll tilskilin leyfi hafa fengist fyrir húsið og Reykjavíkurborg kemur til með að leggja rafmagn í það í vikunni. Bíða þurfti eftir öllum leyfunum og voru þær stöllur orðnar ansi óþreyjufullar. „Við vorum alveg bara, er ekki leyfið að koma núna,“ segir Lára Steinarsdóttir, en hún er einnig á bakvið GÆS ásamt Steinunni og fleirum. „Steinunn sagði bara: „Hvenær kemur þetta leyfi?“ og við sögðum bara: „Þegar við erum búnar að mála þennan kofa þá kemur þetta leyfi.““ „Og það gerðist,“ bætir Steinunn við kát í bragði. Ekkert rennandi vatn er í húsinu en því var bjargað snarlega á meðan fréttamaður heimsótti vinkonurnar eins og sjá má í fréttinni hér að ofan á mínútu 15:30. „Við reiknum með að opna um helgina kannski, ef það er allt tilbúið þá á sunnudaginn,“ segir Lára. „Við lofum allavega að við opnum,“ bætir Steinunn við ef ekki tekst að klára kofann fyrir þann tíma. „Þetta er draumurinn okkar,“ segja þær. „Við ætlum að gera góða hluti hérna í sumar,“ segir Steinunn sem er mjög spennt fyrir verkefninu. „Við ætlum að glæða borgina lífi og gleðja alla sem vilja koma hingað.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Kaffihúsið GÆS er rekið af hópi fimm manns sem útskrifuð eru úr Háskóla Íslands úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Kaffihúsið var upphaflega í Tjarnarbíói en færir sig um set í sumar. Það verður nú í þessum litla kofa sem hópurinn málaði sjálfur í húsakynnum Bauhaus og fært var niður í bæ. „Hann kom á mánudagskvöldið og það var gríðarleg spenna hjá okkur. Við öskruðum og görguðum og hlógum eins og kjánar af því að við vorum orðin svo spennt sko,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, einn rekstraraðili kaffihússins. „Við höfum ástríðu fyrir því sem við erum að gera og við ætlum að vanda okkur. Mjög mikið. Við erum á fullu að undirbúa og það gengur bara ágætlega.“ Öll tilskilin leyfi hafa fengist fyrir húsið og Reykjavíkurborg kemur til með að leggja rafmagn í það í vikunni. Bíða þurfti eftir öllum leyfunum og voru þær stöllur orðnar ansi óþreyjufullar. „Við vorum alveg bara, er ekki leyfið að koma núna,“ segir Lára Steinarsdóttir, en hún er einnig á bakvið GÆS ásamt Steinunni og fleirum. „Steinunn sagði bara: „Hvenær kemur þetta leyfi?“ og við sögðum bara: „Þegar við erum búnar að mála þennan kofa þá kemur þetta leyfi.““ „Og það gerðist,“ bætir Steinunn við kát í bragði. Ekkert rennandi vatn er í húsinu en því var bjargað snarlega á meðan fréttamaður heimsótti vinkonurnar eins og sjá má í fréttinni hér að ofan á mínútu 15:30. „Við reiknum með að opna um helgina kannski, ef það er allt tilbúið þá á sunnudaginn,“ segir Lára. „Við lofum allavega að við opnum,“ bætir Steinunn við ef ekki tekst að klára kofann fyrir þann tíma. „Þetta er draumurinn okkar,“ segja þær. „Við ætlum að gera góða hluti hérna í sumar,“ segir Steinunn sem er mjög spennt fyrir verkefninu. „Við ætlum að glæða borgina lífi og gleðja alla sem vilja koma hingað.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira