GÆS opnar á Bernhöftstorfu í sumar: "Þetta er draumurinn okkar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. júlí 2014 20:30 Kaffihúsið GÆS er rekið af hópi fimm manns sem útskrifuð eru úr Háskóla Íslands úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Kaffihúsið var upphaflega í Tjarnarbíói en færir sig um set í sumar. Það verður nú í þessum litla kofa sem hópurinn málaði sjálfur í húsakynnum Bauhaus og fært var niður í bæ. „Hann kom á mánudagskvöldið og það var gríðarleg spenna hjá okkur. Við öskruðum og görguðum og hlógum eins og kjánar af því að við vorum orðin svo spennt sko,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, einn rekstraraðili kaffihússins. „Við höfum ástríðu fyrir því sem við erum að gera og við ætlum að vanda okkur. Mjög mikið. Við erum á fullu að undirbúa og það gengur bara ágætlega.“ Öll tilskilin leyfi hafa fengist fyrir húsið og Reykjavíkurborg kemur til með að leggja rafmagn í það í vikunni. Bíða þurfti eftir öllum leyfunum og voru þær stöllur orðnar ansi óþreyjufullar. „Við vorum alveg bara, er ekki leyfið að koma núna,“ segir Lára Steinarsdóttir, en hún er einnig á bakvið GÆS ásamt Steinunni og fleirum. „Steinunn sagði bara: „Hvenær kemur þetta leyfi?“ og við sögðum bara: „Þegar við erum búnar að mála þennan kofa þá kemur þetta leyfi.““ „Og það gerðist,“ bætir Steinunn við kát í bragði. Ekkert rennandi vatn er í húsinu en því var bjargað snarlega á meðan fréttamaður heimsótti vinkonurnar eins og sjá má í fréttinni hér að ofan á mínútu 15:30. „Við reiknum með að opna um helgina kannski, ef það er allt tilbúið þá á sunnudaginn,“ segir Lára. „Við lofum allavega að við opnum,“ bætir Steinunn við ef ekki tekst að klára kofann fyrir þann tíma. „Þetta er draumurinn okkar,“ segja þær. „Við ætlum að gera góða hluti hérna í sumar,“ segir Steinunn sem er mjög spennt fyrir verkefninu. „Við ætlum að glæða borgina lífi og gleðja alla sem vilja koma hingað.“ Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Kaffihúsið GÆS er rekið af hópi fimm manns sem útskrifuð eru úr Háskóla Íslands úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Kaffihúsið var upphaflega í Tjarnarbíói en færir sig um set í sumar. Það verður nú í þessum litla kofa sem hópurinn málaði sjálfur í húsakynnum Bauhaus og fært var niður í bæ. „Hann kom á mánudagskvöldið og það var gríðarleg spenna hjá okkur. Við öskruðum og görguðum og hlógum eins og kjánar af því að við vorum orðin svo spennt sko,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, einn rekstraraðili kaffihússins. „Við höfum ástríðu fyrir því sem við erum að gera og við ætlum að vanda okkur. Mjög mikið. Við erum á fullu að undirbúa og það gengur bara ágætlega.“ Öll tilskilin leyfi hafa fengist fyrir húsið og Reykjavíkurborg kemur til með að leggja rafmagn í það í vikunni. Bíða þurfti eftir öllum leyfunum og voru þær stöllur orðnar ansi óþreyjufullar. „Við vorum alveg bara, er ekki leyfið að koma núna,“ segir Lára Steinarsdóttir, en hún er einnig á bakvið GÆS ásamt Steinunni og fleirum. „Steinunn sagði bara: „Hvenær kemur þetta leyfi?“ og við sögðum bara: „Þegar við erum búnar að mála þennan kofa þá kemur þetta leyfi.““ „Og það gerðist,“ bætir Steinunn við kát í bragði. Ekkert rennandi vatn er í húsinu en því var bjargað snarlega á meðan fréttamaður heimsótti vinkonurnar eins og sjá má í fréttinni hér að ofan á mínútu 15:30. „Við reiknum með að opna um helgina kannski, ef það er allt tilbúið þá á sunnudaginn,“ segir Lára. „Við lofum allavega að við opnum,“ bætir Steinunn við ef ekki tekst að klára kofann fyrir þann tíma. „Þetta er draumurinn okkar,“ segja þær. „Við ætlum að gera góða hluti hérna í sumar,“ segir Steinunn sem er mjög spennt fyrir verkefninu. „Við ætlum að glæða borgina lífi og gleðja alla sem vilja koma hingað.“
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira