Fótbolti

Neymar hágrét | Tveir sentímetrar og ég væri lamaður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Brasilíumaðurinn Neymar sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem hann hélt því fram að hann hefði næstum lamast í leiknum gegn Kólumbíu.

Neymar brákaði hryggjarlið þegar hann fékk annað hnéð á Juan Zuniga af miklu afli í bakið í leik Brasilíu og Kólumbíu í fjórðungsúrslitum HM í Brasilíu.

Kappinn gat eðlilega ekki spilað meira með á HM og gestgjafar Brasilíu töpuðu fyrir Þýskalandi, 7-1, í undanúrslitum á þriðjudagskvöld.

„Guð veitti mér blessun sína. Tveir sentímetrar til og ég væri í hjólastól í dag,“ sagði Neymar en Zuniga bað hann afsökunar eftir leikinn.

„Ég hata hann ekki,“ sagði hann. „En það er erfitt að ræða eitthvað sem gerðist á svo mikilvægu augnabliki á mínum ferli.“

„Ég ætla ekki að fullyrða að hann hafi ætlað sér að meiða mig. Ég veit ekki hvað hann var að hugsa en allir sem hafa vit á fótbolta sjá að þetta var ekki eðlileg tækling.“


Tengdar fréttir

Neymar hélt að hann væri lamaður

Þjálfari brasilíska landsliðsins, Luiz Felipe Scolari, segir að stjarna liðsins, Neymar, hafi verið hræddur um að vera lamaður er hann meiddist í leiknum gegn Kólumbíu á föstudag.

Læknir Brasilíumanna segir að Neymar verði ekki meira með á HM

Læknir brasilíska landsliðsins í fótbolta staðfesti í kvöld að Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, verði ekki meira með á HM í fótbolta í Brasilíu en framherjinn snjalli meiddist á baki í kvöld í 2-1 sigri Brasilíu á Kólumbíu.

Neymar upp á spítala?

Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×