10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Ingvar Haraldsson skrifar 25. júní 2014 07:00 Duncan og Harriet Cardew heita stúlka og drengur í Þjóðskrá. Nú fær Harriet ekki vegabréf vegna þess. fréttablaðið/daníel vísir/daníel „Það er búið að svipta dóttur okkar ferðafrelsi. Það stenst engan veginn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Kristín Cardew um ákvörðun Þjóðskrár að synja dóttur hennar, Harriet Cardew, um vegabréf vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Kristín og eiginmaður hennar, Tristan Cardew, sem fæddur er í Bretlandi, eiga saman fjögur börn, Lilju og Belindu, fæddar í Frakklandi, og Harriet, 10 ára, og Duncan, 11 ára, fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfnin Harriet og Duncan og hafa þau hingað til borið nöfnin stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá. Þau hafa til þessa fengið íslensk vegabréf með þeim nöfnum. Í síðustu viku sótti Kristín um vegabréf fyrir Harriet vegna þess að fjölskyldan hyggur á ferðalag til Frakklands næstkomandi þriðjudag. Í gær tilkynnti Þjóðskrá þeim að vegna þess að nafnið Harriet væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd væri ekki hægt að gefa út vegabréf á hennar nafni. „Lögmaður Þjóðskrár tilkynnti okkur einnig að nú væri verið að hreinsa út alla þá einstaklinga sem hétu stúlka og drengur í Þjóðskrá,“ segir Tristan. Kristín bætir svo við að „…ef við værum bæði erlend mættu börnin bera erlend nöfn. Þau mættu einnig bera erlend nöfn ef þau hefðu íslenskt fornafn eða millinafn.“ Hjónin hafa haft samband við breska sendiráðið um að fá neyðarvegabréf svo þau komist til Bretlands þar sem þau geti fengið varanlegt vegabréf fyrir Harriet. „Það sem er svo ótrúlegt í þessu er að starfsmenn Þjóðskrár eða Sýslumannsins í Kópavogi hefðu auðveldlega getað látið okkur vita að Harriet yrði neitað um vegabréf. Þá hefðum við fyrr getað haft samband við breska sendiráðið og fengið vegabréf,“ segir Tristan. Hjónin hafa sent umboðsmanni barna bréf og rætt við lögfræðing um hvort úrskurður Þjóðskrár standist lög og bíða eftir svari. Þau útiloka ekki að fara með málið fyrir dómstóla snúi Þjóðskrá ekki úrskurði sínum. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
„Það er búið að svipta dóttur okkar ferðafrelsi. Það stenst engan veginn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Kristín Cardew um ákvörðun Þjóðskrár að synja dóttur hennar, Harriet Cardew, um vegabréf vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Kristín og eiginmaður hennar, Tristan Cardew, sem fæddur er í Bretlandi, eiga saman fjögur börn, Lilju og Belindu, fæddar í Frakklandi, og Harriet, 10 ára, og Duncan, 11 ára, fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfnin Harriet og Duncan og hafa þau hingað til borið nöfnin stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá. Þau hafa til þessa fengið íslensk vegabréf með þeim nöfnum. Í síðustu viku sótti Kristín um vegabréf fyrir Harriet vegna þess að fjölskyldan hyggur á ferðalag til Frakklands næstkomandi þriðjudag. Í gær tilkynnti Þjóðskrá þeim að vegna þess að nafnið Harriet væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd væri ekki hægt að gefa út vegabréf á hennar nafni. „Lögmaður Þjóðskrár tilkynnti okkur einnig að nú væri verið að hreinsa út alla þá einstaklinga sem hétu stúlka og drengur í Þjóðskrá,“ segir Tristan. Kristín bætir svo við að „…ef við værum bæði erlend mættu börnin bera erlend nöfn. Þau mættu einnig bera erlend nöfn ef þau hefðu íslenskt fornafn eða millinafn.“ Hjónin hafa haft samband við breska sendiráðið um að fá neyðarvegabréf svo þau komist til Bretlands þar sem þau geti fengið varanlegt vegabréf fyrir Harriet. „Það sem er svo ótrúlegt í þessu er að starfsmenn Þjóðskrár eða Sýslumannsins í Kópavogi hefðu auðveldlega getað látið okkur vita að Harriet yrði neitað um vegabréf. Þá hefðum við fyrr getað haft samband við breska sendiráðið og fengið vegabréf,“ segir Tristan. Hjónin hafa sent umboðsmanni barna bréf og rætt við lögfræðing um hvort úrskurður Þjóðskrár standist lög og bíða eftir svari. Þau útiloka ekki að fara með málið fyrir dómstóla snúi Þjóðskrá ekki úrskurði sínum.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira