Fótbolti

Rússar mega ekki nota Twitter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Fabio Capello hefur meinað leikmönnum rússneska landsliðsins að vera á Twitter á meðan HM í Brasilíu stendur.

Þetta staði hann í blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Suður-Kóreu í H-riðli keppninnar en leikurinn fer fram nú í kvöld.

„Twitter-færslur geta oft skapað vandræði ef þær eru ekki settar fram á skynsamlegan máta,“ sagði Hodgson.

„Ég vil því frekar biðja leikmenn mína um að halda sig fjarri slíku í þennan mánuð sem mótið stendur yfir.“

Capello heldur upp á 68 ára afmælið sitt á morgun en hann ítrekaði að hann vildi engar gjafir. „Ég tek aldrei við gjöfum,“ sagði hann einfaldlega.


Tengdar fréttir

Capello launahæsti þjálfarinn á HM

Fabio Capello er lang launahæsti þjálfarinn sem fer með liðið sitt á Heimsmeistaramótið í Brasilíu. Fær Capello nærrum því tvöfalt meira en næsti maður samkvæmt samantekt Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×