Fótbolti

Capello launahæsti þjálfarinn á HM

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello. Vísir/Getty
Fabio Capello er lang launahæsti þjálfarinn sem fer með liðið sitt á Heimsmeistaramótið í Brasilíu. Fær Capello næstum því tvöfalt meira en næsti maður samkvæmt samantekt Daily Mail.

Capello fær tæplega 6.7 milljón punda fyrir árið sem þjálfari rússneska landsliðsins á meðan Miguel Herrera fær aðeins 125.000 punda. Tekur það Capello aðeins eina viku að vinna sér inn árslaun Herrera.

Þrátt fyrir að vera aðeins um miðjan listann fær franski þjálfari Fílabeinsstrandarinnar, Sabri Lamouchi, vel greitt fyrir starf sitt. Lamouchi fær 618,125 pund árlega eða tæplega 800 sinnum meira en meðallaun eru í landinu.

Listann má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×