Robin van Persie er ekki í vafa um að markið sem hann skoraði gegn Spáni á dögunum sé hans besta á ferlinum.
Van Persie skoraði tvívegis í ótrúlegum 5-1 sigri Hollands á Spánverjum, það fyrra með glæsilegum skalla eftir langa sendingu fram völlinn.
„Þetta var besta mark ferilsins,“ sagði Van Persie í samtali við The Sun í dag. „Þetta var frábært mark og ég verð meira að segja að játa það sjálfur.“
„Ég tók smá áhættu en ég sá að [Iker] Casillas var örlítið frá marklínunni þegar sendingin kom. Ég náði að vippa boltanum yfir hann - þetta var frábært mark.“
Van Persie hefur áður skorað falleg mörk en segir að það gerir útslagið að þetta mark var skorað á HM í Brasilíu.
„Þetta var á HM og gegn hæst skrifaða landslði heims undanfarin sex ár. Spánn er með ótrúlegt mark og því myndi ég alltaf velja þetta mark.“

