„Höfuðvandi Íslands, samkvæmt skýrslunni, er að gert var hlé á aðildarviðræðum áður en tækifæri gafst til að móta og setja fram íslenska samningsafstöðu í landbúnaði, sjávarútvegi og að fá fram viðbrögð ESB við henni,“ segir Árni í færslunni.
Árni Páll segir að fyrir vikið sé ómögulegt að meta líkur á hvort fullnægjandi samningar hefðu náðst.
„Beinast liggur þá við að losa samningaviðræðurnar úr frosti og fá svör við þeim spurningum sem þjóðin þarf á að halda að fá svarað.“