Innlent

Segir að ekkert komi fram sem mæli gegn aðildarviðræðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Árni segir að beinast liggi við að losa samningaviðræðurnar úr frosti.
Árni segir að beinast liggi við að losa samningaviðræðurnar úr frosti. visir/stefán
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Fésbókarsíðu sinni að ekkert komi fram í Evrópuskýrslunni sem mælir gegn því að aðildarviðræðum verði haldið áfram.

„Höfuðvandi Íslands, samkvæmt skýrslunni, er að gert var hlé á aðildarviðræðum áður en tækifæri gafst til að móta og setja fram íslenska samningsafstöðu í landbúnaði, sjávarútvegi og að fá fram viðbrögð ESB við henni,“ segir Árni í færslunni.

Árni Páll segir að fyrir vikið sé ómögulegt að meta líkur á hvort fullnægjandi samningar hefðu náðst.

„Beinast liggur þá við að losa samningaviðræðurnar úr frosti og fá svör við þeim spurningum sem þjóðin þarf á að halda að fá svarað.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.