Drápu hátt á annað hundrað skólabarna Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. desember 2014 07:15 Foreldrar fylgja börnum sínum úr skólanum í Peshawar. vísir/ap Hópur vopnaðra manna réðst inn í skóla í borginni Peshawar í Pakistan í gærmorgun, tók að skjóta á börn og kennara og drap fjölda fólks. Sjö mannanna voru með sprengjur festar við föt sín og sprengdu sig í loft upp. Alls fórust þarna nærri 150 manns, þar af meira en 130 börn. Hátt í 120 manns særðust í árásinni og þurftu á læknisaðstoð á sjúkrahúsi að halda. Hermenn komu fljótlega á staðinn og hófst þá skotbardagi milli árásarmanna og hermanna. Ekki var að sjá að árásarmennirnir hafi ætlað að taka gísla, heldur hafi ætlunin einungis verið sú að valda sem mestu manntjóni. „Eini tilgangur þeirra virðist hafa verið sá að drepa þessi saklausu börn. Það gerðu þeir,“ sagði Asim Bajwa, yfirmaður í pakistanska hernum. „Þeir eru ekki bara óvinir Pakistans, heldur alls mannkyns.“ Pakistanska talibanahreyfingin Tahreek-e-Taliban lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Hreyfingin vill setja bönd öfgatrúar á íbúa landsins og er meðal annars sérlega uppsigað við skólagöngu stúlkna.Frændur Mohammad Baqair hughreysta hann en móðir hans, sem var kennari við skólann, lést í árásinni.vísir/apNawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, fordæmdi árásina. Hið sama gerði Barack Obama Bandaríkjaforseti og fjöldi annarra þjóðhöfðingja. „Ég er harmi lostin vegna þessa tilgangslausa og miskunnarlausa hryðjuverks í Peshawar,“ sagði pakistanska stúlkan Malala Yousafzai, sem fyrir fáeinum dögum tók á móti friðarverðlaunum Nóbels í Noregi. Hún varð sjálf fyrir árás talibana í október árið 2012, eftir að hafa vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna til skólagöngu. „Enginn málstaður getur réttlætt hrottaskap af þessu tagi,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Herinn í Pakistan brást strax í gær við með harðvítugum loftárásum á talibana í ættbálkahéruðunum í norðvesturhluta landsins, nálægt landamærum Afganistans. Tahreek-e-Taliban er í samstarfi við afgönsku talibanahreyfinguna en beinir spjótum sínum sérstaklega að stjórnvöldum í Pakistan. Hreyfingin stóð í sumar fyrir árás á alþjóðaflugvöllinn í Karachi. Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Hópur vopnaðra manna réðst inn í skóla í borginni Peshawar í Pakistan í gærmorgun, tók að skjóta á börn og kennara og drap fjölda fólks. Sjö mannanna voru með sprengjur festar við föt sín og sprengdu sig í loft upp. Alls fórust þarna nærri 150 manns, þar af meira en 130 börn. Hátt í 120 manns særðust í árásinni og þurftu á læknisaðstoð á sjúkrahúsi að halda. Hermenn komu fljótlega á staðinn og hófst þá skotbardagi milli árásarmanna og hermanna. Ekki var að sjá að árásarmennirnir hafi ætlað að taka gísla, heldur hafi ætlunin einungis verið sú að valda sem mestu manntjóni. „Eini tilgangur þeirra virðist hafa verið sá að drepa þessi saklausu börn. Það gerðu þeir,“ sagði Asim Bajwa, yfirmaður í pakistanska hernum. „Þeir eru ekki bara óvinir Pakistans, heldur alls mannkyns.“ Pakistanska talibanahreyfingin Tahreek-e-Taliban lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Hreyfingin vill setja bönd öfgatrúar á íbúa landsins og er meðal annars sérlega uppsigað við skólagöngu stúlkna.Frændur Mohammad Baqair hughreysta hann en móðir hans, sem var kennari við skólann, lést í árásinni.vísir/apNawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, fordæmdi árásina. Hið sama gerði Barack Obama Bandaríkjaforseti og fjöldi annarra þjóðhöfðingja. „Ég er harmi lostin vegna þessa tilgangslausa og miskunnarlausa hryðjuverks í Peshawar,“ sagði pakistanska stúlkan Malala Yousafzai, sem fyrir fáeinum dögum tók á móti friðarverðlaunum Nóbels í Noregi. Hún varð sjálf fyrir árás talibana í október árið 2012, eftir að hafa vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna til skólagöngu. „Enginn málstaður getur réttlætt hrottaskap af þessu tagi,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Herinn í Pakistan brást strax í gær við með harðvítugum loftárásum á talibana í ættbálkahéruðunum í norðvesturhluta landsins, nálægt landamærum Afganistans. Tahreek-e-Taliban er í samstarfi við afgönsku talibanahreyfinguna en beinir spjótum sínum sérstaklega að stjórnvöldum í Pakistan. Hreyfingin stóð í sumar fyrir árás á alþjóðaflugvöllinn í Karachi.
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira