Enski boltinn

Balotelli orðaður við Arsenal á ný

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Vísir/Getty
Samkvæmt ítalska miðlinum Tuttosport er AC Milan tilbúið að selja Arsenal ítalska framherjann Mario Balotelli fyrir aðeins átta milljónir punda ef ítalski klúbburinn fær Joel Campbell í staðin.

Milan hefur verið í viðræðum við Arsenal um kaup á Campbell undanfarna daga eftir að leikmaðurinn sló í gegn á Heimsmeistaramótinu í sumar.

Talið er að Milan hafi áhuga á því að losna við Balotelli af launaskrá en hann er einn af launahæstu leikmönnum félagsins. Balotelli hefur leikið 54 leiki fyrir AC Milan í öllum keppum á þeim 18 mánuðum sem hann hefur verið hjá félaginu og hefur hann skorað 30 mörk á þeim tíma.

Balotelli lék með Manchester City í tvö ár en komst oftar á forsíður ensku blaðanna fyrir hegðun utan vallar en snilli sína inn á vellinum.

Arsenal var lengi vel orðað við Balotelli en félagið hefur þegar gengið frá kaupunum á Alexis Sanchez frá Barcelona í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×