Ófarir Cardiff halda áfram í ensku B-deildinni en í kvöld tapaði liðið fyrir botnliði Blackpool á útivelli, 1-0.
Blackpool vann ekki leik í fyrstu tíu umferðum tímabilsins en tókst að lyfta sér úr botnsætinu með sigrinum í kvöld, 1-0. Francois Zoko skoraði eina markið á 64. mínútu.
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn í liði Cardiff City sem er í fjórtánda sæti deildarinnar með þrettán stig. Liðið vann fyrstu tvo leiki sína í sumar en hefur síðan þá aðeins unnið einn leik af tíu.
Russel Slade, sem hætti sem knattspyrnustjóri Leyton Orient í síðustu viku, fór með liðinu til Blackpool í kvöld en talið er að hann verði skipaður knattspyrnustjóri Cardiff á næstu dögum. Hann verður þá eftirmaður Norðmannsins Ole Gunnars Solskjær.
Cardiff tapaði fyrir botnliðinu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
