Erlent

Merkja norskan lax sem skoskan

Svavar Hávarðsson skrifar
Í fiskvinnslu.
Í fiskvinnslu. Mynd/Sigurjón
Stórar verslanakeðjur selja norskan eldislax sem skoskan lax, og jafnvel sem villtan. Þessu halda skosku samtökin Protect Wild Scotland fram í skoskum fjölmiðlum. Samtökin hafa sent samkeppnisyfirvöldum í Skotlandi umkvartanir sínar vegna villandi merkinga.

Verslanakeðjan Aldi hefur þegar brugðist við eftir að frá málinu var greint í fjölmiðlum og tekið eina vörulínu úr hillum sínum, en hún er merkt „Best frá Skotlandi“.

Í frétt The Scotsman segir frá því að verslunarrisinn Tesco hafi neyðst til þess að hætta auglýsingaherferð fyrir skoskan lax í verslunum sínum undir slagorðinu „100% skoskt“, eftir að í ljós kom að allur laxinn var norskur eldislax.

Þegar hafa fimmtán erindi borist yfirvöldum vegna áþekkra mála, þar sem upprunamerkingar eru rangar. Athygli vekur að vara er auglýst sem villtur lax þótt um eldislax sé að ræða og er það tekið sem dæmi um bíræfni þeirra sem standa fyrir sölu vörunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×