Enski boltinn

Hull íhugar að bjóða í Welbeck

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danny Welbeck í leik gegn Hull á síðustu leiktíð.
Danny Welbeck í leik gegn Hull á síðustu leiktíð. Vísir/Getty
Samkvæmt frétt Daily Mail ætlar Hull City að gera tilboð í Danny Welbeck, leikmann Manchester United.

Talið er að Hull þurfi að punga út 14 milljónum punda fyrir Welbeck sem verður væntanlega í aukahlutverki hjá Manchester United í vetur.

Hull þarf á að framherja að halda ef Shane Long verður seldur til Southampton eins og flest bendir til.

Welbeck skoraði níu mörk í 25 deildarleikjum með Manchester United á síðustu leiktíð.


Tengdar fréttir

Long líklega til Southampton

Samkvæmt frétt Daily Mail hefur Hull City samþykkt tilboð Southampton upp á tólf milljónir punda í framherjann Shane Long.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×