Fótbolti

Neuer, Robben og Ronaldo bestir í Evrópu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo var kjörinn besti leikmaður heims í janúar.
Cristiano Ronaldo var kjörinn besti leikmaður heims í janúar. vísir/getty
Manuel Neuer, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins, ArjenRobben, kantmaður Bayern og hollenska landsliðsins, og CristianoRonaldo, framherji Real Madrid og portúgalska landsliðsins, eru þeir þrír sem koma til greina sem leikmaður ársins í Evrópu á síðustu leiktíð.

Þetta tilkynnti UEFA í dag og um leið röðun hinna sjö sem komust á listann yfir þá tíu bestu. Tveir Bayern-menn til viðbótar, ThomasMüller og PhilippLahm, koma í næstu tveimur sætum, en Lionel Messi deilir fimmta sætinu með Lahm.

Neuer varð heimsmeistari með Þýskalandi og tvöfaldur meistari í Þýskalandi með Bayern, Arjen Robben vann tvöfalt með Bayern og var einn besti leikmaður HM þar sem Holland náði þriðja sætinu og Cristiano Ronaldo varð Evrópumeistari með Real Madrid.

Einn blaðamaður frá öllum 54 aðildarlöndum FIFA tekur þátt í kosningunni, en þeir kjósa þann besta rafrænt í beinni útsendingu þegar kjörið fer fram.

Athygli vekur að Luis Suárez, sem skoraði 31 mark í 33 leikjum fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er aðeins í áttunda sæti.

Franck Ribéry, leikmaður Bayern, vann í fyrra, en á undan honum var AndrésIniesta, leikmaður Barcelona, kjörinn sá besti.

Besti leikmaður Evrópu 2013/2014:

1. ?

2. ?

3. ?

4. Thomas Müller, Bayern München - 39 stig

5.-6. Phillip Lahm, Bayern München - 24

5.-6. Lionel Messi, Barcelona – 24

7. James Rodríguez, Monaco/Real Madrid - 16

8. Luis Suárez, Liverpool – 13

9. Ángel Di María, Real Madrid – 12

10. Diego Costa, Atlético Madrid/Chelsea – 8




Fleiri fréttir

Sjá meira


×