„Verst að missa pabba“ Edda Sif Pálsdóttir skrifar 21. júlí 2014 18:24 Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir hefur marga fjöruna sopið. Á síðustu þremur árum hefur hún gifst og skilið tvívegis, gengið í gegnum erfitt fósturlát og misst föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Gauk Þórhallsson. „Það verður ekkert erfitt eftir að hafa misst pabba. Það var það versta. Réttarhöld, skilnaðir, fósturlát og hvað sem það er, það verður bara miklu miklu minna.“ Anna Mjöll starfar í dag á djassklúbbi í Bel Air-hverfinu í Los Angeles, syngur í einkaboðum og tekur að sér tilfallandi verkefni. Hún er stödd hérlendis eins og stendur, meðal annars til að syngja á tónleikum í kvöld á Café Rosenberg.Óskar engum þess að missa fósturFyrir tveimur árum varð Anna óvænt ólétt en missti fóstur á fimmta mánuði. „Það var alveg svakalega erfitt, ég var farin að finna fyrir spörkum frá litlum fótboltagæja og þetta var algjör martröð að lenda í. Ég var þarna með dáið barn inni í mér og var rúllað í gegnum gang þar sem voru myndir af nýfæddum börnum og allir ofsalega hamingjusamir og ég brotnaði gjörsamlega niður.“ Í dag getur hún vel hugsað sér að eignast barn ef líkaminn leyfir, jafnvel ættleiða barn eða fá sér nýjan hund.Leitar að næsta eiginmanniÁstarlíf söngkonunnar hefur óneitanlega vakið athygli og þá sérstaklega þegar hún giftist bílasalanum Cal Worthington 2011 en hann var sléttri hálfri öld eldri en hún. „Ef ég hef ekkert að gera í söngnum þá fer ég og gifti mig,“ segir Anna Mjöll hlæjandi. „Mér finnst bara karlmenn svo skemmtilegir og fallegir allir, hver á sinn hátt, svo það er bara svo erfitt að velja.“ Hún viðurkennir þó að ástarlífið sé ekki gamnið eitt og allt taki þetta á. Vissulega sé hægt að setjast niður og velta sér upp úr vandamálunum en einnig sé hægt að velja að gera það ekki og það kjósi hún. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira
Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir hefur marga fjöruna sopið. Á síðustu þremur árum hefur hún gifst og skilið tvívegis, gengið í gegnum erfitt fósturlát og misst föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Gauk Þórhallsson. „Það verður ekkert erfitt eftir að hafa misst pabba. Það var það versta. Réttarhöld, skilnaðir, fósturlát og hvað sem það er, það verður bara miklu miklu minna.“ Anna Mjöll starfar í dag á djassklúbbi í Bel Air-hverfinu í Los Angeles, syngur í einkaboðum og tekur að sér tilfallandi verkefni. Hún er stödd hérlendis eins og stendur, meðal annars til að syngja á tónleikum í kvöld á Café Rosenberg.Óskar engum þess að missa fósturFyrir tveimur árum varð Anna óvænt ólétt en missti fóstur á fimmta mánuði. „Það var alveg svakalega erfitt, ég var farin að finna fyrir spörkum frá litlum fótboltagæja og þetta var algjör martröð að lenda í. Ég var þarna með dáið barn inni í mér og var rúllað í gegnum gang þar sem voru myndir af nýfæddum börnum og allir ofsalega hamingjusamir og ég brotnaði gjörsamlega niður.“ Í dag getur hún vel hugsað sér að eignast barn ef líkaminn leyfir, jafnvel ættleiða barn eða fá sér nýjan hund.Leitar að næsta eiginmanniÁstarlíf söngkonunnar hefur óneitanlega vakið athygli og þá sérstaklega þegar hún giftist bílasalanum Cal Worthington 2011 en hann var sléttri hálfri öld eldri en hún. „Ef ég hef ekkert að gera í söngnum þá fer ég og gifti mig,“ segir Anna Mjöll hlæjandi. „Mér finnst bara karlmenn svo skemmtilegir og fallegir allir, hver á sinn hátt, svo það er bara svo erfitt að velja.“ Hún viðurkennir þó að ástarlífið sé ekki gamnið eitt og allt taki þetta á. Vissulega sé hægt að setjast niður og velta sér upp úr vandamálunum en einnig sé hægt að velja að gera það ekki og það kjósi hún.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira