Erlent

Síðasti Navajo hermaðurinn látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Chester Nez.
Chester Nez.
Síðasti Navajo indíáninn sem tók þátt í þróun órjúfanlegs dulmáls í seinni heimstyrjöldinni lést í gær 93 ára að aldri. Chester Nez, er einn 29 Navajo indiána sem fengnir voru til að þróa dulmál fyrir Landgöngulið Bandaríkjanna.

Navajo tungumálið var notað til dulmálsins vegna þess hve erfitt væri að læra það og því fylgdi ekkert ritmál. Engin önnur þjóð gat brotið dulmálið og Navajo hermönnunum var bannað að segja nokkrum manni frá því. Þar til leyndinni var svipt af dulmálinu 1968. Árið 2001 fengu allir 29 mennirnir sem þróuðu það gullorðu bandaríska þingsins.

Forseti Navajo þjóðarinnar sagði CNN að flaggað yrði í hálfa stöng til heiðurs þessarar hetju, sem barðist á Guadalcanal, Gúam og Peleliu. Navajo hermennirnir voru alltaf tveir saman, þar sem annar þeirra sendi og tóka á móti skilaboðum og hinn hlustaði eftir villum.

Chester gaf út bók um reynslu sína árið 2011 vegna þess að hann vildi segja frá hugrekki og fórnum Navajo hermannanna í stríðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×